Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
135
um, að eru ekki margir, reyndar verið teknir fastir, hvar sem til
þeirra hefur náðst, svo að þeir megi svara til saka fyrir glæpi sína
fyrir dómstólum lýðveldisins. Gegn Pétain sjálfum, sem að því er
virðist er nú í Þýzkalandi, og gegn þeim 59 Frökkum, sem höfðu
fallizt á að vera ráðherrar hans, hafa verið gefnar út skipanir um
handtöku og margar þegar framkvæmdar. Hreinsað hefur verið til
vandlega hjá opinberum stofnunum og einkastofnunum, hjá verzl-
unar- og iðnaðarfyrirtækjum, í stétt menntamanna, leik- og kvik-
myndahúsum og meðal blaðamanna. Allir þeir, sem ekki höfðu
sýnt nægan þegnlegan kjark, hafa orðið að víkja miskunnarlaust. 011
þau blöð, sem komu út á tímum þýzka hernámsins og voru eftirlát
óvinunum og Vichy-þýi hans, eru nú horfin. Ný blöð, alfrjáls, óháð
ritskoðun, nema hvað snertir hernaðarmál, eru komin fram í dags-
ljósið. Uppistaðan í þessum blöðum — sem eru skrifuð af hinum
mesta þrótti — eru þau blöð, sem komu út á laun á hernámstíma-
bilinu. Ykkur mun ef til vill fýsa að heyra nöfn dagblaða og viku-
blaða, sem nú koma út í París. Upptalning þeirra ein sýnir vel um-
rótið, sem orðið hefur í Frakklandi. Dagblöðin eru þessi: VHum-
anité, le Populaire — bæði höfðu verið bönnuð af Vichy-stjórninni
og komu út á laun —, le Figaro — sem hafði heldur viljað hætta
að koma út en fylgja fyrirmælum nýju húsbændanna —, Franc-
Tireur (Skæruliði), Aube (Dagrenning), Libération (Frelsun),
Résistance (Mótspyrna), /e Parisien libéré (Parísar-búinn leystur
úr ánauð), la France libre (Hið frjálsa Frakkland),/e Front National
(Þjóðarvígstöðvarnar), Ce Soir (I kvöld) — bannað á hernáms-
tímabilinu —, Défense de la France (Vörn Frakklands), VHomme
Libre (Hinn frjálsi maður), Libération-Soir (Frelsun-Kvöld),
l’Aurore (Afturelding), la Patrie (Fósturjörðin). Vikublöð eru
Carrefour (Vegamót) — í það rita þeir Frangois Mauriac og Ge-
orges Duhamel —, le Canard Enchainé (Hlekkjaða öndin) — bann-
að á hernámstímabilinu —, Gavroche, V Os á Moélle, gefið út af
Pierre Dac — hann hafði líka horfið á hernámstímabilinu.
Eins og þið sjáið, eru ýms blöð horfin af sjónarsviðinu: Temps,
Matin, Journal, Petit Parisien, Jour, Candide, Gringoire, Action
Franqaise — þess má geta að Maurras situr í fangelsi og bíður þess
að koma fyrir dómara sína —, Oeuvre lllustration o. s. frv.