Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 5
Ræða Einars Þveræings þó er málaleitan barst írá Olaii konungi Haraldssyni um herstöð á Islandi: „Því er ég fáræðinn utn þetta mál, að enginn hefur mig að kvatt. En ef ég skal segja mína ætlan, þá hygg ég, að sá muni til vera hérlandsmönnum a'Ö ganga ekki undir skattgjafir við Olaf konung og allar álögur hér, þvílíkar sem hann hefur við menn í Noregi. Og munum vér eigi þaS ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæSi oss og sonum vorum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir, og mun ánauS sú aldrei ganga eSa hverfa af þessu landi. En þótt konungur sjá sé góSur maSur, sem ég trúi vel, aS sé, þá mun það fara héðan frá sem hingaS til, þá er konungaskipti verður, aS þeir eru ójafnir, sumir góð- ir, en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft, síSan er land þetta byggSist, þá mun sá til vera aS ljá konungi einskis fangstaSar á, hvorki um landa- eign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu megi metast. En hitt kalla ég vel fallið, að menn sendi konungi vingjafir, þeir er það vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl eða aðra þá hluti, er sendilegir eru. Er því þá vel varið, ef vinátta kemur í mót. En um Grímsey er það að ræða, ef þaðan er enginn hlutur fluttur, sá er til matfanga er, þá má þar fæða her manns. Og ef þar er útlendur her og fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla ég mörgum kotbóndan- um munu þykja verða þröngt fyrir dyrum.“

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.