Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 14
140 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR réttur hlyti að niinnsta kosti að verða vefengdur af eftirkomendun- um. Sú þjóð sem nú lifir hefur rétt til að flytja úr landi. eða flýja það, en hefur hún leyfi til að afsala öðru ríki rétt barna sinna og barnabarna til landsins? Ég get selt minn rétt, mitt land, mitt hús, minn heiður; ekki barna minna. Áður en landsréttindi á Islandi eru afhent útlendum ríkjum, væri að minnsta kosti fróðlegt að hafa fyrir sér atkvæði þjóðarinnar um það, hvort hún líti svo á, að í stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins skuli standa, að alþingi það sem hún hefur kosið sér á hverjum tíma, skuli, ef það lystir, hafa leyfi til að gera út samningamenn á fund erlendra ríkisstjórna til að hefja umræður um afsal landsréttinda. Það væri fróðlegt að vita, hvort hér býr þjóð, sem gyldi annað árið einróma jákvæði við endurheimt landsréttinda sinna, en hitt árið við því að semja um afsal þeirra á ný. Því verður ekki trúað, að til séu þeir alþingismenn íslenzkir, sem misskilji svo hlutverk sitt, að þeir láti sér til hugar koma, að þeir geti gert út sendimenn til að hefja viðræður við erlent ríki um afsal landsréttindanna. Slík samningamennska væri sami verknaður og sá, sem verið er að skjóta glæpamenn fyrir úti í Evrópu þessa dag- ana, Kvisling í Noregi, Laval í Frakklandi; Ef alþingismenn á ís- landi tækju upp hjá sér að hefja samninga um afhendingu sjálf- stæðisins, væri þó þeirra skönnn þeim mun meiri en kvislinganna í Evrópu sem hér er engri nauðung beitt, heldur aðeins um að ræða tilmæli, án hótana. Ef afsal íslenzkra landsréttinda væri samþykkt á Alþingi, þá mundi orðið „íslenzkur alþingismaður“ óhjákvæmi- lega taka við af kvislingsnafninu sem mesta smánaryrði heimsins í vitund allra frjálshuga manna. Og nafni þeirra manna sem staðið hefðu að slíku níðingsstykki mundi verða bölvað á Islandi meðan aldir renna, — svo fremi þjóðin ætti sér framtíð. Vér vitum hvað afhending íslenzks sjálfstæðis í hendur Noregs- konungi táknaði 1263; skal ekki fjölyrt um þá hluti hér. Hinsveg- ar er ekki úr vegi að athuga, hvað afhending landsréttinda vorra í hendur Bandaríkjum Norðurameríku mundi tákna nú 1945 — árið eftir endurreisn íslenzka lýðveldisins. Afsalið 1263 var gert meðal annars til að afstýra nauð í landi; við vorum ekki lengur sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.