Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 24
BJÖRN SIGFÚSSON: Á að meta sjálístæði íslands til peninga? í heimi hreinræktaðs auðvalds er enginn hlutur neins virði, ef ekki er hægt aö telja verð hans í peningum. Við erum knúðir til þess, meöan núverandi hagskipulag helzt á Vesturlöndum, að svara spurningunni játandi. Mér finnst kvöl að þurfa þess, en undanfæri er ekki til. En hve mikilla peninga virði er sjálfstæðið þá? Fyrirmynda þarf þjóðin á fullveldismorgni sínum til að haga skiptum sínum við aðrar þjóðir sem gæfulegast. Enginn vafi er á, að farsæla fyrirmynd sækjum við til hins nýfædda þjóöveldis Bandaríkjanna fyrir röskum 150 árum, þegar Tómas Jefferson mót- aði lífsreglur þess í einhverjum ódauðlegustu setningum Vestur- landamenningar. Hann sagði meðal annars orð, sem eru löndum hans boðorð til þessa dags: „Peace, commerce, and honest friend- ship, with all nations, — entangling alliances with none.“ (Friður, verzlun og heiðarleg vinátta við allar þjóðir, — flækja sig ekki í samningum við neinar þeirra). Ef Bandaríkjaþjóðin væri spurð að því á morgni þessarar kjarnorkualdar, allsnægtaaldar, hvort verð- mætara væri í peningum, samanlagðar einstaklingseignir allra Bandaríkjamanna eða sjálfstæðiö, sem þetta boðorð Jeffersons hef- ur gefið þeim, hlyti hún að svara nærri því einum rómi: Sjálfstæðið er okkur miklu fleiri dollara virði en eignir okkar geta orðið. Og margir Bandaríkjamenn mundu bæta við í anda Jeffersons: Fyrir sjálfstæði borgar sig að leggja allt að veÖi, ekki aðeins eig- ur, heldur líf sitt og landa sinna og þann drengskap, sem er mönn- um helgur, — „We mutually pledge to each other our lives, our fortunes and our sacred honour,“ voru orð hans. Ef öflug þjóð og auðug er reiðubúin að greiöa sjálfstæði sitt slíku verði, ef þyrfti, — hve dýrt má þá smáþjóð meta sitt sjálf-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.