Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 15
Svör við spurningum varðandi kj arnorkustyr j öld Tímarit Máls og menningar beindi eftirfarandi spurningum til nokkurra fræðimanna, rithöfunda og stjórnmálamanna: 1. Hvernig lítið þér á aðstöðu íslands, ef til kjarnorkustríðs kœmi? 2. Teljið þér ekki nauðsynlegt að gera allar hugsanlegar ráðstajanir lil að koma í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna í hernaði? 3. Viljið þér styðja með undirskrijt yðar ávarp Heimsfriðarráðsins frá 19. jan. 1955 með kröfu um að birgðir kjarnorkuvopna í öllum löndum verði eyðilagðar og framleiðsla þeirra nú þegar stöðvuð? Svör þeirra fara hér á eftir: Dr. Björn Sigurðsson lœknir: n 1. Ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi væri frumskylda íslenzkra stjórnarvalda að reyna að halda landi voru utan við þau átök. Máske er hæpið að það tækist og ef t. d. flugstöðvar hér á landi yrðu notaðar til sóknar í stríði virðist líklegt að mótaðilinn reyndi að eyða þeim stöðvum og þá ef til vill með kjarnorku- vopnum, ef þeim yrði á annað borð beitt. Kjarnorkuárásir, t. d. á stöðvar við Faxaflóa, gætu hinsvegar orðið hörmu- lega afdrifaríkar fyrir fámennt þjóðfélag vort og mundu valda tjóni, sem seinlegt yrði að bæta. Eina von vor er að standa utan við slík átök. Ef við værum á einhvern hátt yfirlýstir aðilar að þeim ættum við naumast siðferðilega kröfu til að okkur yrði þyrmt öðrum fremur. Málið mundi horfa talsvert öðruvísi við, þótt okkur hefði verið þröngvað til að þola hernaðarleg afnot landsins. Þá ættum við þó 125

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.