Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR siðferðilega kröfu á að okkur yrði hlíft við hinu versta, bæði meðan á styrjöld stæði og á eftir. Það er því alrangt að segja að einu gildi, þótt við játumst undir aðild að stríði, því að annars yrðum við neyddir til einhverskonar þátt- töku. Þessi mál eru stundum rædd meir af kappi en forsjá. Fer ekki sú stund að nálgast að hægt verði að sýna meiri rósemi í umræöunum? í aöalatriöunum eru sennilega flestir íslendingar sammála, þegar að er gáð. 2. Það er ömurlegur vottur um sljóa siöferÖisvitund að menn skuli láta sér til hugar koma að beita vopni, sem í einu vetfangi getur steikt tugmiljónir manna lifandi, sviðið og eitrað jörðina og jafnvel spillt sjálfu erfðafrymi manna svo að afkvæmi ungu kynslóðarinnar gætu orðið vanskapaðir örkumla- menn. Algjört bann við kjarnorkuvopnum og takmarkalaust eftirlit með fram- kvæmd þess, svo að enginn geti laumazt til að útbúa þvílík tól, ætti að vera sjálfsögð ósk allra. Þótt kjarnorkuvopn verði vonandi aldrei framar notuð í hernaöi valda þau þó miklu tjóni með tilveru sinni einni saman. Múgmorð eru svo andstæð sið- ferðisvitund manna að þjóðirnar hafa verið miður sín af ótta og sektartilfinn- ingu síðan kjarnorkuvopnum var fyrst beitt. Nagandi ótti, sem stundum snýst upp í sjúklegar gælur við tortíminguna, hefur vafalaust spillt fyrir alþjóðlegum trúnaði og samvinnu meir en nokkuð annað síðastliðin 10 ár. Nær allir óska þess í einlægni að dragi úr þessum ótta, Það er öllum þjóðum jafnt í hag að kjarnorkuhernaður verði bannfærður og múgmorðsvopn eyöi- lögð. 3. Já. Dr. Björn Jóhannesson, efnajrœðingur: 1. í kjarnorkustyrjöld yrði kjarnorkusprengjum væntanlega varpað á hern- aðarlega mikilvæga staði fvrst og fremst. Það mun óumdeilt, að í styrjöld sé ísland mjög þýðingarmikil herstöð og þeim mun þýðingarmeiri sem hernaðar- aðstaða er þar fullkomnari. Því virðist óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir því, að í kjarnorkustyrjöld yrði ísland sett í mikinn voöa, að stórum hluta þjóðar- innar kynni að verða tortímt og stærri eða minni svæði landsins lögð í auön. Því miður kem ég ekki auga á nokkrar skynsamlegar líkur til þess, að oss ís- lendingum yröi hlíft í kjarnorkustyrjöld fremur en þeim öðrum milljónum óbreyttra borgara, sem fórnað yrði í slíkum hernaði. 126

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.