Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gæti orðið eitthvað á þá leið að vopnum þessum yrði beitt af dauðadæmdum mönnum, sem þegar hefðu orðið fyrir það mikilli geislun, að þeir ættu dauð- ann vísan innan fárra mánaða. Mönnum, sem fyllzt hefðu heift og hatri við að sjá ekkert umhverfis sig nema dauða og eyðileggingu, og hugsuðu um það eitt að selja líf sitt og þjóðar sinnar eins dýrt og unnt væri. í slíkri styrjöld er hætt við að mikill hluti mannkynsins færist, og vel má vera að þeir, sem eftir lifðu, dæju smámsaman út vegna ófrjósemi og banvænna erfðaeiginleika. Hverjum manni þarf að verða ljóst, hvílikur glæpur gagnvart mannkyninu felst í beitingu kjarnorkuvopna, en haldgóða fræðslu um eðli og áhrif þessara vopna tel ég bezta ráðið til þess að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Ef slíkt kemur ekki að haldi og mannkynið tortímir sjálfu sér vísvitandi, hlýtur orsökin að vera sú, að það sé nú þegar helsjúkt og geti á engan hátt umflúið dauða sinn, en slík svartsýni virðist óþörf. Hættan á mistökum og slysni vegna gáleysis er hinsvegar mest nú á meðan allt, sem kjarnorku viðvíkur er mjög framandi fyrir öllum þorra manna. Ýms- ir munu segja, að beiting kjarnorkuvopna í smáum stíl stofni mannkyninu ekki í voða. En mörkin eru þá vandfundin, og eina raunhæfa afstaðan er að for- dæma alla beilingu kjarnorkuvopna. Vonandi eiga allar þjóðir eftir að koma sér saman um að hver sá aðili, sem beitir kjarnorkuvopnum að fyrra bragði, skuli fordæmdur, og að enginn megi liðsinna honum á nokkurn hátt fyrr en tryggt þykir að glæpurinn verði ekki endurtekinn. 3. Hér er komið inn á flókið vandamál, en mig skortir bæði tæknilega og sálfræðilega jjekkingu til þess að geta krufið það til mergjar. Þó mun ég leit- ast við að lýsa, hvernig málið horfir við frá minum bæjardyrum séð. Aðalerfiðleikarnir við framleiðslu kjarnorkuvopna eru fólgnir í framleiðslu efna þeirra, sem notuð eru í kjarnorkusprengjurnar, svo sem úraníum-235 og plútoníum-239, en þetta eru einmitt sömu efnin og öll friðsamleg hagnýting kjarnorkunnar byggist á. Bann við framleiðslu þessara efna þýðir bann við hagnýtingu kjarnorkunnar, og eyðilegging birgða af þessuni efnum þýðir só- un mikilla verðmæta, sem annars mætti nota til þess að bæta hag fjölda fólks með aukinni orku, auknum iðnaði og aukinni matvælaframleiðslu. Við verðum að gera okkur ljóst, að ekki er um að ræða nema tvær orku- lindir, sem fullnægt geti orkuþörf mannkynsins til frambúðar, önnur er orka sólarljóssins, en hin er kjarnorkan. Orka sólarljóssins er mjög dreifð og ólík- legt virðist að fundnar verði leiðir til þess að safna henni saman í nægilega stórum stíl til að reka allar verksmiðjur og orkustöðvar heimsins. Hagnýting kjarnorkunnar virðist hinsvegar mjög vel framkvæmanleg í nægilega stórum 128
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.