Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 25
SVOR VI8 SPURNINGUM uppi, að það ber að gera allt hugsanlegt til að afstýra þeim heimsvoða, senr beiting kjarnorkuvopna yrði í hernaði. 3. Vitanlega hlýt ég að undirrita ávarp heimsfriðarráðsins um eyðileggingU' kjarnorkuvopna og stöðvun á framleiðslu þeirra, því að annars myndi ég drag- ast með þann glæp á samvizkunni að hafa með afskiptaleysi lagt minn litla skerf til að steypa þjóð minni og mannkyninu í kjarnorkuglötun, — minnugur hinna spaklegu orða: Hver, sem ekki er með mér, hann er á móti mér. Hannibal Valdimarsson, jorseti Alþýðusambands íslands: 1. Mér skilst það vera sameiginlegt álit vísindamanna, að öll lönd jarðar séu í hættu, ef til kjarnorkustríðs kæmi. Vísindamennirnir tala nú þegar um eyðingu allrar menningar og jafnvel útþurrkun lífs á jarðarhnettinum, ef heiminum verði varpað út í kjarnorkustyrjöld. Tilraunir þær, sem nú hafa verið gerðar með vetnissprengjur, eru meira að segja taldar hættulegar lífi jarðarbúa, vegna geislavirkra áhrifa á andrúmsloftið. Þetta er í sem skemmstu máli álit mitt á þeirri almennu hættu, sem vofi yfir öllum löndum heims, og þar með yfir íslandi, ef til kjarnorkustríðs kæmi. En auk þess dylst engum, að þau lönd, sem talin eru hafa mikla hernaðarlega þýðingu, einkanlega ef þar eru staðsettar inikilvægar hernaðarbækistöðvar, eru sérstaklega í bráðri hœtlu, ef til kjarnorkustríðs skyldi koma. Og þannig er ísland einmitt sett. Þessi bráða hætta er því ískyggilegri fyrir íslenzku þjóðina vegna þeirrar landfræðilegu staðreyndar, að helmingur henn- ar býr í næstu grennd Keflavíkurflugvallar. 2. Jú, vissulega tel ég nauðsynlegt að gerðar séu allar hugsanlegar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. En meðan vopn eru fram- leidd, hverrar tegundar sem þau eru, er nokkurnveginn víst, að þeim verði beitt. Sú hlýtur a. m. k. að vera ætlunin með framleiðslu þeirra — og sú hefur líka orðið raunin með öll vopn fram til þessa. En hvaða ráðstafanir er þá hægt að gera til að koma í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna? Ef til vill er engar þær ráðstafanir hægt að gera, sem örugg- lega tryggi það, að þessum gereyðingartækjum verði ekki beitt. — Ef til vill liggur einasta vörn heimsins við kjarnorkustríði í því, að vissa er fyrir eyð- ingu beggja stríðsaðila, og að enginn getur unnið slíkt stríð. — Til hvers þá að hefja slíkan hildarleik? Bann við framleiðslu allra kjarnorkuvopna, og eyðilegging allra birgða 135

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.