Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
slíkra drápstækja framkvæmd undir ströngu alþjóðlegu eftirliti, er þó senni-
lega einasta úrræðið, sem til greina kemur.
Benda má á, að bann við sýklahernaði aftraði jafnvel óðum stríðsæsinga-
manni eins og Adólf Hitler frá að grípa til slíks gereyðingarvopns.
3. Samkvæmt framanrituðu svara ég spurningunni játandi. Auðvitað verð-
ur nú að berjast móti stríðsvitfirringunni í heiminum og fyrir alheimsfriði
með meiri þrótti en nokkru sinni fyrr. — Nú fyrst liggur þó líf mannkynsins
alls við. Allar þjóðir eiga að gera allt, sem þær geta til að skapa það almenn-
ingsálit, að til stríðs megi aldrei framar koma milli þjóða til að skera úr deilu-
málum þeirra. Það eigi að gerast með málflutningi og dómsúrskurði, eins og
nú tíðkast milli borgara allra siðmenntaðra þjóða.
Fáar eða engar þjóðir ættu að liafa betri aðstöðu en Islendingar til að tala
máli friðarins. Vér höfum ekki borið vopn um aldir. Hér þarf því ekkert hern-
aðarkerfi að brjóta niður, og hér ríkir ekki sá hernaðarandi, sem allt uppeldi
annarra þjóða hefur lagt rækt við að fóstra og móta allt aftan úr grárri forn-
eskju.
Þá ætti það enga þjóð að móðga, þótt ísland lýsti yfir þeim blákalda og
augljósa sannleika, að það sé þess alls ómegnugt að taka nokkurn þátt í kjarn-
orkustríði, og vilji því engar þær ráðstafanir gera, sem leitt geti beinar ógnir
kjarnorkustríðs yfir land vort og þjóð.
Jóhannes úr Kötlum, skáld:
Quo vadis? Hvert ætlarðu?
Aldrei hefur þessi forna spurning staðið mannkyninu nær en einmitt nú.
Vísindin hafa opnað því möguleika sem fara langt fram úr fjarstæðukennd-
ustu hugarórum genginna kynslóða. Vald tækninnar yfir náttúruöflunum virð-
ist óðfluga nálgast hið takmarkalausa — miðað við jarðneskar aðstæður.
Kjarnorkan hefur verið beizluð. Ef allt væri með felldu ætti því fögnuður
að ríkja um heim allan. Ný öld ætti að vera upprunnin þeim hundruðum
milljóna sem enn búa við hungur og harmkvæli. Kúgaðar stéttir og þjóðir ættu
að streyma út úr þrældómshúsunum við blys og söng. En eins og fyrri daginn
hefur glæsilegur sigur mannsandans lent í einokunarklóm tortímingaraflanna.
Dag og nótt er unnið að því að framleiða æ stærri og kröftugri helsprengjur
í þjónustu vestrænna stríðsgróðamanna sem síðan hóta oss gereyðingarstríði
ef vér beygjum oss ekki skilyrðislaust fyrir vopnavaldi þeirra. Meiri fyrir-
litning hefur mannkyninu aldrei verið sýnd. Nú á að eitra höfuðskepnurnar
136