Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR galtómt gímald og hefði sjálfsagt skánað mikið við að fyllast af tóbaki, en Eyjólfur var strangur bindindis- maður bæði á vín og tóbak, enda, eins og fyrr segir, magaveikur. Tóbaksbannið bitnaði hart á okkur öllum, nema Onundi klaka, enda hafði Guð bannað honum að taka í nefið löngu áður en bann Eyjólfs kom til sögunnar, en harðast bitnaði það á Þórði í Sveinsbæ, því að hann var nef- tóbaksmaður með afbrigðum, eins og títt er um þá sem vita sitt af hverju og uppveðrast ekki vfir neinum heims- ins hégóma. Hinsvegar lét hann aldr- ei á því bera að hann væri þungt hald- inn af þeirri ömurlegu tómleikakennd sem við þekkjum allir að fylgir tó- bakslausu nefi, og í kaffitímunum, þegar Eggert var að reyna að egna menn til andspyrnu við ofbeldi Eyj- ólfs og skírskotaði meðal annars til þeirrar skerðingar á persónufrelsi sem tóbaksbann hans þýddi fyrir okkur, og ekki sízt Þórð, þá svaraði Þórður: „Skil ekki það detti úr manni nitin þó maður sé tóbakslaus í nokkra klukkutíma. Annað eins hefur maður nú þekkt.“ Eggert hnykkur var sem sé helvíta- mikill uppreisnarmaður í orði meðan við drukkum kaffið, því að Eyjólfur fór þá jafnan upp á loft, þar sem hann hafði látið innrétta sér litla skonsu til að semja í vinnuskýrslur og annað þessháttar og sulla ofan í sig maga- pínutegutlinu, svo það var sæmilega öruggt að hann heyrði ekki hvað okk- ur blókunum fór á milli í kaffitímun- um niðri. Skonsa þessi, sem Eyjólfur kallaði Skrifstofuna, var í suðurenda hússins, annars var loftið mest notað sem geymslupláss fyrir skreið, nema í norðurendanum var önnur lítil skonsa og í henni Ijósamótor sem framleiddi rafmagn í fiskgeymsluhús- ið og fleiri fyrirtæki Jónasar Skálans, voðalega hávaðasamur mótor og vor- um við oft búnir að bölva honum, en í kaffitímunum hafði hann þó þann kost að draga enn úr möguleikum þess að heyra mætti uppi það sem sagt var niðri. Og næst á eftir Þórði sneri Egg- ert sér venjulega að Önundi klaka. „En þú, Onundur,“ sagði Eggert, „hvað ætlar þú lengi að láta svona út- sendara djöfulsins eins og Eyjólf sýna þér terror og ókristilegan dónaskap án þess að taka á móti?“ „Þú veizt það, Eggert minn,“ sagði Onundur, „að skrifað stendur að maður skuli bjóða vinstri vangann þegar einhver hefur slegið mann á þann liægri. Auk þess borgar sig aldr- ei að egna óbilgjarnan. Maður á ekki að egna óbilgjarnan. Það borgar sig aldrei. Og þetta er verst fyrir Evjólf sjálfan. Langverst fyrir hann sjálfan. Mér gerir það ekkert til.“ „Gerir þér ekkert til?“ sagði Egg- ert. „Gerir þér þá ekkert til hvort þú færð að skreppa frá þegar þér er mál, 146

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.