Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
munduð frekar láta kúga ykkur til að
standa tóbakslausir og hlandblautir
allan ársins hring, heldur en resíkera
því að missa eina auðvirðilega stöðu
sem enginn alminlegur maður mundi
vilja skítnýta. Þú ert bræddur, Þórð-
ur í Sveinsbæ, þú ert drulluhræddur
um að verða látinn hætta að telja ef
þú stendur með félögum þínum í því
að setja stopp á þá glæfrastarfsemi
sem rekin hefur verið hér á þessum
virinustað. Það er öll historían.“
Umræðan var sem sé að nálgast
suðumarkið og mennirnir báðir orðn-
ir heitir og rauðir. En þá vissum við
ekki fyrr til en Sveinn á Sömuskoðun
stóð allt í einu yfir okkur, og hans
grómtekna andlit var afskræmt af
heift. Við sáum strax að nú átti að
hefna þeirra ófara sem yfirvöld salt-
fisksins höfðu mátt þola upp á síð-
kastið. Við höfðum það á tilfinning-
unni að Eyjólfur verkstjóri stæði ein-
hversstaðar á gægjum. Sveinn þreif í
öxlina á Onundi klaka.
„Á fætur!“ öskraði hann. „Á fæt-
ur með þig, andskotans heilagleika-
pissarinn þinn! Á fætur með vkkur
alla, helvítis draugarnir ykkar!
Klukkan er að verða, og þið eigið eft-
ir að binda á ykkur brigðin!“
En Önundur klaki sannaði hér enn,
að kraftur byltingarinnar getur orðið
mestur í verki þar sem hann er minnst-
ur í orði. Hann spratt upp eins og
fjöður, keyrði Hina helgu bók í höf-
uðið á Sveini og mælti um leið:
„Einu sinni skaltu þó geta sagt, að
þú hafir fengið Guðsorð í hausinn.“
Höggið var svo mikið, að Sveinn
féll við, og lá nokkur augnablik eins
og dauður. Síðan staulaðist hann á
fætur og skj ögraði burt.
I lok þessa ástríðufulla kaffitima
bættist nýr maður í hóp okkar sem
áttum eftir að setja á okkur vettling-
ana og brigðin þegar klukkan var orð-
in: Sá bljúgi Drottins þjónn, Ónund-
ur klaki.
Eftir þetta virtum við Eggert að
vettugi öll kúgunarlög Eyjólfs verk-
stjóra. Við tókum í nefið þegar okk-
ur sýndist og fórum að því með allri
þeirri heimspekilegu ró sem tilheyrir
þessari þjóðaríþrótt íslendinga. Við
snýttum okkur hátt og tignarlega,
brutum vasaklútinn saman af dæma-
fárri umhyggju, stungum honum á
okkur af einstakri reglusemi, helltum
tóbakinu á handarbakið af vísinda-
legri nákvæmni, bárum það upp að
nefinu með hátíðlegri stillingu, og
sugum, ógnarvarlega framan af,
svo að fyrstu kornin kæmust vel upp
í slímhúð þessa dásamlega líffæris,
hertum svo smámsaman á, og það síð-
asta tókum við inn með þvílíkum
krafti að hvein við. Stóðum loks kyrr-
ir svolitla stund og lygndum aftur
augunum og einbeittum öllu tauga-
kerfi líkamans að þeim miðpunkti ver-
aldlegrar sælu sem nýfyllt nef af tó-
baki er og verður alltaf. Líka skrupp-
156