Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 49
HATTAR
þessa síðustu ósvífni okkar athuga-
semdalaust. En okkur skjátlaðist. Eyj-
ólfi mun hafa fundizt að hér hefði
loks verið slett þeirri keilu sem fyllti
skutinn.
Beint yfir höfðum okkar var skons-
an með ljósamótornum, og lúga þar í
loftinu til að hífa upp um tunnurnar
með olíunni sem knúði mótorinn.
Þessi lúga var nú allt í einu opnuð, og
þegar við litum upp, blöstu þar við
okkur sigrihrósandi andlitin á Eyjólfi
verkstjóra og Sveini á Sömuskoðun.
Þið munið eftir gömlu vélbátunum
sem fyrstir komu hingað, þessum sem
höfðu Dan-mótorana með dobula
kraftinum. Hávaðinn þarna niðri hjá
okkur varð nú eins og í vélarúmi
þeirra; ég treysti mér ekki til að lýsa
þeim hávaða nánar. En eftir andartak
var Eyjólfur aftur kominn á milli
okkar Eggerts. Hann þreif í sitt hvort
eyrað á okkur, dró þau að tranti sín-
um og öskraði:
„Kjaftið þið nú, helvítis aumingj-
arnir ykkar.“
Sveinn á Sömuskoðun stóð fyrir
aftan hann með sitt viðurstyggileg-
asta glott í skítugu fésinu. Að svo
búnu gengu þeir burt.
Þetta átti sem sé að verða rothögg-
ið á byltingartilraun okkar: Evjólfur
ætlaði sér að kæfa frelsisbaráttu okk-
ar í mótorskellum. En skamma stund
verður hönd höggi fegin, og i gegnum
þá lúgu sem þú opnar til höfuðs and-
stæðingum þínum kann að koma aflið
er sigrar þig sjálfan.
Hávaðinn í ljósamótornum bitnaði
nefnilega harðast á Þórði í Sveinsbæ.
Að vísu var hann þungbær fyrir okk-
ur alla, enda höfðum við hellur fyrir
eyrunum á kvöldin og komum heim
til okkar eins og þreyttir hermenn úr
stórskotahríð, sljóir og vankaðir. En
fyrir Þórð í Sveinsbæ táknaði hávað-
inn annað og meira en truflun á
taugakerfinu og röskun á heyrnarfær-
unum, hann stofnaði í bráðan voða
embættisheiðri hans. Því að nú gat
Þórður ekki lengur heyrt til sjálfs sín
við að telja á vigtina. Við sáum á svip
hans að þessi voðalegi hávaði gerði
hann með hverjum klukkutímanum
áhyggjufyllri og óstyrkari. Ljósamót-
orinn var að ræna hann sj álfstraust-
inu.
Enn var Þórður þó að því leytinu
sjálfum sér líkur, að hann lét sem ekk-
ert væri. Við höfðum tekið upp þann
sið að fara út úr húsinu í kaffitímun-
um og sitja þar á síldartunnum meðan
við drukkum, því að enda þótt frost
væru nú mikil, fannst okkur þyngri á
metunum kyrrðin með kuldanum úti
en hlýjan með mótorskellunum inni.
Og í seinni kaffitímanum tveim dög-
um eftir að lúgan 'var opnuð gerði
Eggert enn eina tilraun til að vekja
samiið Þórðar með málstað frelsisins.
„Hafi einhver tvívlað það hingað
til að Eyjólfur verkstjóri er fæddur
skítakarakter og verður aldrei annað
159