Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
en skítakarakter,“ sagði Eggert, „þá
hlýtur sá hinn sami þó, sakaríana
boldang, að vera búinn að skilja það
núna. Þið vitið það bezt sjálfir, að
þetta nýjasta bullutrix Eyjólfs, þetta
lúgusvínarí, er á góðri leið með að
gera okkur alla hysteríska og vitlausa.
Þið finnið það eins vel og ég, að ef við
ekki grípum til einhverra gagnráðstaf-
ana, og það eins og skot, þá megum
við eiga von á að þessi andskotans
mótor geri okkur alla að slefandi aum-
ingjum og skjálfandi roðhænsnum
fyrir lífstíð. Að minnsta kosti ættir þú
að finna þetta, Þórður, því að hvernig
getur þú treyst því að telja rétt á vigt-
ina þegar þú heyrir ekki lengur í sjálf-
um þér fyrir skarkalanum? Auðvitað
getur aldrei orðið úr því annað en
idjótí og della.“
„Skil ekki það springi í manni
sundmaginn af svolitlu vélarskrölti,“
sagði Þórður. „Annað eins hefur
maður nú þekkt. Hinsvegar sýnist
mér það koma úr hörðustu átt þegar
þú ert að hneykslast á hávaðanum,
Eggert hnykkur, því að hver hefur
kallað hann yfir okkur ef ekki einmitt
þú með öllu kjaftæðinu? Og nú er það
komið á daginn, sem ég spáði, að af
hatti þessa sveitamanns mundum við
aldrei hafa annað en bölvun.“
„Eru þá engin takmörk fyrir því
hvað þú getur lagzt lágt í rótarskapn-
um gagnvart þeim sem vilja hífa þig
upp úr skítnum og í þjónkuninni við
þá sem traðka á rétti þínum?" spurði
Eggert. „Er þá engin rassskelling svo
sár, að herra Þórður Þórólfsson í
Sveinsbæ taki henni ekki með bukki
og takkskaldíha?“
„Ég er búinn að segja að ég læt
ekki hvaða fífl sem er spila á mig eins
og fimmfalda harnionikku,“ sagði
Þórður. „Það er allt og sumt.“
Þeir voru sem sé aftur orðnir vond-
ir, og ég hvíslaði að Eggerti að hann
skyldi þegja. En eins og þegar mun
ljóst orðið af þessari frásögn var
Hnykknum margt betur gefið en
diplómatísk lagni í viðræðum. Hann
sagði:
„Er það satt sem kerlingin þín seg-
ir, Þórður, að þú sért farinn að telja
vitlaust upp úr svefninum?“
Þórður svaraði þessu engu, en varð
eins og aldamótakarfi í framan; og
datt mér ekki annað í hug en að Egg-
ert hefði nú fælt hann fyrir fullt og allt
frá þátttöku í byltingunni. En það var
eins og frelsi okkar yrði nú allt að
vopni.
Rétt í þessu sáum við hvar Eyjólf-
ur verkstjóri kom neðan frá pakkhús-
inu og var auðsæilega með dampinn
uppi. Hann gekk rakleitt þangað sem
við sátum, sneri sér að Þórði og
sagði:
„Fiskimatsmaðurinn segir það sé
vitlaust talið í pakkana.“