Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 51
HATTAR „Varla mjög vitlaust,“ sagði Þórð- ur. „Það er yfir sextíu í þeim,“ sagði Eyjólfur. „Varla mikið yfir sextíu í þeim mörgum,“ sagði Þórður. „Jú, mikið yfir sextíu í þeim mörg- um,“ sagði Eyjólfur. „Og undir sex- tíu í öðrum.“ „Varla mikið undir sextíu í þeim mörgum,“ sagði Þórður. „Hann segir það sé engu líkara en einhver hálfviti hafi talið í pakkana sem komu frá þér í gær og í dag,“ sagði Eyjólfur. „Er eitthvað í ólagi með þig?“ Við urðum nú í fyrsta sinn vitni að því að þykknaði í Þórði gagnvart Eyj- ólfi verkstjóra. Hann sagði: „Það sé þó aldrei hann sjálfur sem er í ólagi? Það sé þó aldrei hann sjálf- ur sem telur vitlaust, orðinn bæði elli- ær og sjónlaus.“ „Ertu að gefa í skyn að fiskimats- maðurinn sé ekki starfi sínu vaxinn?“ sagði Eyjólfur. „Ekki kannski að gefa neitt sérstakt í skyn,“ sagði Þórður. „Ðatt bara svona í hug að einhverjir hefðu kannski meira vit á þesskonar heldur en sveitamenn ofan af jöklum sem aldrei hafa séð fisk en verið settir í embættið af því þeir eru innundir hjá vissum ráðherrum fyrir sunnan.“ „Það er ekki í þínum verkahring að gagnrýna gerðir opinberra embættis- manna.“ sagði Eyjólfur. „Og ég ætla bara að láta þig vita það, að ef þú get- ur ekki hundskazt til að telja rétt í pakkana, þá máttu fara heim, og þarft ekki að koma aftur. Enda skil ég ekki hvað ég vildi vera að trúa þér fyrir þessu starfi, því að þú ert áreiðan- lega enginn maður í það, og má heita gott ef þú þekkir ráskerðing frá labra.“ En hér gekk Eyjólfur feti of langt, þarna særði hann metnað Þórðar því sári sem seint mundi gróa. Enda sáum við að hendur Þórðar skulfu, þegar hann hellti afganginum úr hitabrús- anum sínum í lokið. Rödd hans var þó jafn stvrk og róleg sem endranær er hann sagði: „Ætla þá að láta þig vita það, Eyj- ólfur Sigurðsson, að ef vitlaust er tal- ið í pakkanum, þá er það engum að kenna nema djöflaganginum í þessum ljósamótor sem þú af þinni ofbeldis- hneigð og lítilmennsku lætur glymja ofan til okkar daginn út og daginn inn. Og með allri virðingu fyrir opin- berum embættismönnum, þá leyfi ég mér að segja það, að hætt er við að jafnvel fiskimatsmenn ofan af jöklum mundu eiga erfitt með að telja rétt í slíkum hávaða, þó þeir séu konung- legir, já og jafnvel líka verkstjórar og fyrrverandi kaupmenn, þó þeir gangi með harðan hatt.“ Eyjólfur verkstjóri roðnaði ekki, þegar hann reiddist, heldur fölnaði tímarit máls og mennincar 161 il
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.