Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hann, eins og títt er um vonda menn, og nú varð hann gulgrár í framan, og við sáum að hann kreppti hnefana. En hann stillti sig og sagði með ógn- þrunginni hægð: „Það er þá svo komið, að þú, Þórð- ur í Sveinsbæ, sem notið hefur virð- ingar sem dugandi borgari í þessu bæjarfélagi, ert genginn í þann óald- arflokk ábyrgðarlausra stráka, har- monikkuspilara og guðsgeldinga sem vilja spilla vinnufriði og leggja at- vinnuvegina í rúst með fíflalátum." „Andspænis sameiginlegri kúgun,“ sagði Þórður, „eru menn hvorki virðulegir borgarar, ábyrgðarlausir strákar, harmonikkuspilarar né guðs- geldingar, aðeins menn. Og svo má brýna deigt járn að bíti.“ Eyjólfur stóð nokkur augnablik þegjandi og hreyfingarlaus, en gekk síðan inn í húsið. Og þegar hann öskr- aði „Tíminn!" í þetta sinn, var eng- inn búinn að setja á sig vettlingana né binda á sig brigðið nema Pétur Extra- long. Það þarf margar nætur til að sauðakjöt verði skerpikjöt. Byltingin lá í loftinu. Að vísu gerð- ist ekkert markvert það sem eftir var dagsins, en ég held við höfum allir fundið að stundin var komin. Að minnsta kosti hefði ekki þurft annað en líta snöggvast á Þórð í Sveinsbæ til að sannfærast um það. í staðinn fyrir gamla embættishátíðleikann var nú komið kæruleysi í svip hans, jafn- vel glaðklakkalegt samvizkuleysi, og hann fleygði fiskinum á vigtina með andstyggð og fyrirlitningu, eins og hann ætti allur að fara í vesæla negra á plantekrum Suður-Afríku, en ekki í forna menningarþj óð við Miðjarðar- haf. Og hann var alltaf að taka í nef- ið. Og á leiðinni heim um kvöldið slóst Þórður í för með okkur Eggerti og sagði: „Hvenær mundi vera heppilegast að heilsa upp á Skálan og krefjast þess að hann láti Eyjólf loka lúgunni og hætta að misbeita valdi sínu svo sem hann hefur gert að undanförnu, ella munum við grípa til róttækra ráðstaf- ana?“ Ég þarf ekki að lýsa fögnuði okkar Eggerts að heyra Þórð mæla þessi langþráðu orð. Eggert var fljótur að svara: „Ég held það sé langklárast að tala við hann í hádeginu á morgun; þá verður hann nýbúinn að snarla belg- inn á sér út úr kojunni og ætti að vera í sæmilega góðum húmmer með ilm- inn af middagsbrasinu í blásturshol- unni.“ „Við förum þá allir saman til hans í hádeginu á morgun,“ sagði Þórður. „Það er bezt þið talið við Jón og biðj- ið hann að hafa orð fyrir okkur.“ Eggert sló saman höndunum og stökk hátt í loft upp af uppreisnar- energíi og byltingarhúmmer. 162
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.