Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 57
JAKOB BENEDIKTSSON
Skáldið og maðurinn
Rœða jlutt í Háskóla Islands á bókmenntakynningu Stúdentaráðs,
helgaðri Halldóri Kiljan Laxness, 6. marz 1955.
IAlþingiskantötu til söngs eftir
1930, sem Halldór Kiljan orti
sumarið eftir Alþingishátíðina, fer
hann dálítið ógætilegum orðum um
hin opinberu hátíðaljóð, ámælir
skáldunum meðal annars fyrir það að
hvergi sé Mosfellssveit í kvæðum
þeirra, og heldur siðan áfram:
Þér minnist hvergi á mjólkurbúin nýu,
munið ekki eftir verkalýðnum horska
sem dregur úr sjónum þúsund miljón þorska
— og það fer mest í sukk og óráðsíu.
En sjálfan manninn naumast nefna má,
þér nennið ekki að yrkja um vegi landsins,
né dalinn þar sem dafna lömbin mín.
Ekki veit ég hvort þessi orð skálds-
ins vöktu nokkra sérstaka athygli þeg-
ar þau komu á prent haustið 1930,
nema hvað einhver kann að hafa
hneykslazt á þvílíku gáleysistali. En
sé að því gætt hvað höfundur þeirra
hafði með höndum þegar þau voru
sett á blað, má færa að því góð rök að
þeim hafi fylgt meiri alvara en ætla
mætti við fyrstu sýn.
Á þessu sama sumri var Halldór að
ganga frá fyrri hlutanum af Sölku
Völku og hafði árið áður gert fyrstu
frumdrögin að Sjálfstæðu fólki. Hann
var nýkominn heim úr Ameríkuför
sinni, kominn að nýjum niðurstöðum
um hlutverk sitt, köllun sína sem
skálds, stóð á þröskuldi nýrra og mik-
illa afreka. Og þó að orðin sem ég til-
færði hafi naumast verið hugsuð sem
nein stefnuskrá, þá sýna þau nokkuð
hvað höfundi var efst í huga.
Að baki lá Vefarinn mikli, þessi
furðulega bók, sem ekki aðeins er ein-
stæð í íslenzkum bókmenntum, heldur
má lengi leita að annarri slíkri í sam-
anlögðum heimsbókmenntunum, bók
þar sem rösklega tvítugur maður frá
útkjálkalandi lýsir með annarri eins
orðgnótt og hita þjáningarferli æsku-
manns andspænis heimsmenningunni
og kristnum dómi á upplausnarárun-
um eftir heimsstyr j öldina fyrri.
167