Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Steinn Elliði togast milli andstæðra skauta, milli trúar og efa, holds og anda, ástar og meinlæta, erlendrar tízkumenningar og íslenzkrar arfleifð- ar. En síðast en ekki sízt stendur bar- áttan á milli trúarinnar á manninn og guðshugmyndar kaþólskrar kirkju. Það má vel rétt vera að þessi bók hafi aldrei verið hreinskrifuð, eins og Halldór hefur sjálfur sagt, en allt um það varð hún höfundi sínum andleg hreinsun, niðurstaða margra ára bar- áttu og sjálfsleitunar, uppskera feiki- legrar vinnu og tilrauna af margvís- legu tagi. Halldór hefur sjálfur lýst því bezt hversu komið var fyrir hon- um þegar hann hafði lokið við Vefar- ann: „Vefarinn mikli er ekki sorgleik- ur einnar mannssálar, heldur eru menningaskil þar sem tjaldið er dreg- ið niður í Vefaranum. Þaðan í frá eru ekki annars úrkostir en hefja nýjan leik, — á nýrri jörð, undir nýj- um himni. Lausn Vefarans gefur enga von. Frumhugsun kristindóms- ins er með öllu ósamrýmileg frum- hugsun jarðnesks lífs; — það er upp- haf og endir Vefarans.“ Þessi orð skrifaði Halldór í lokaritgerð Alþýðu- bókarinnar. Og í sömu ritgerð segir hann á öðrum stað: „Einhvern veg- inn er það komið svo að ég elska manninn og stríð mannsins meira en guðinn og himin hans.“ Alþýðubókina skrifaði Halldór í Ameríku, eins og kunnugt er, en þeim áhrifum sem Ameríkudvölin hafði á hann hefur hann lýst með þessum orðum: „Þegar ég fór til Ameríku 1927 ... var ég að vísu ekki sósíalisti; en þá voru þáttaskil í ævi minni. Þeg- ar ég kom aftur heim þaðan um ára- mótin 1930 var ég sósíalisti. Ég skil ekki hvernig nokkur maður með venjulega meðalgreind getur kynt sér hið öfgafulla bandaríska þjóðfélag af sjálfsjón öðruvísi en verða sósíalisti ... Það er athyglisvert að ég varð ekki sósíalisti í Ameríku af lestri sós- íalistiskra fræðirita, heldur af því að virða fyrir mér soltna atvinnuleys- íngja í skemtigörðum.“ Halldór uppgötvaði sem sé það sem segir í upphafi Alþýðubókarinnar, að „sannleikurinn er ekki í bókum og ekki einu sinni í góðum bókum, held- ur í mönnum sem hafa gott hjarta- lag“. Hann leggur nýtt mat á alla hluti, á undirstöðu kristins dóms ekki síður en annað. „Jesús Kristur var, sem kunnugt er, fátækur sveitamaður, sem stundaði sjósókn meðfram, las lítið af bókum, en fékk margar hug- myndir af óbrotnu fólki, fjallgöngum og eintali sálarinnar og talaði um hugmyndir sínar við ýmsa pilta og stúlkur af alþýðustétt, en fína fólkið drap hann, af því að það hélt að hann væri á móti íhaldinu,“ segir í Alþýðu- bókinni. Og boðorðið: „Leitið fyrst guðs ríkis og hans réttlætis, og mun þá alt þetta veitast yður“ er túlkað á þennan hátt: „Fyrst ber oss að breyta þjóðfélagsskipuninni annaðhvort 168

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.