Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 63
SKÁLDIÐ OG MAÐURINN Öllum þessum andstæðum er hald- ið í stöðugu jafnvægi af óbilandi rök- vísi og hörku; skáldið missir aldrei sjónar á heildarmarkmiði verksins, einmitt andstæðurnar í stílnum sýna persónur og atburði frá nýjum og óvæntum sjónarhornum, gera lesand- anum fært að ganga í kringum sögu- hetjurnar og skoða þær úr öllum átt- um. En síðast en ekki sízt auka þær spennu verksins, halda lesandanum í óvissu, æsa imyndunarafl hans og soga hann nauðugan viljugan inn í atburðarás sögunnar. Og þetta auðuga, andstæðuríka líf hrærist ekki í lausu lofti, öðru nær. íslenzk náttúra er lifandi þáttur í skáldskap Halldórs; ástfangnar lýs- ingar á íslenzkri náttúrufegurð festa rætur sagnanna í íslenzkum jarðvegi. Og ekki gleymist „dalurinn þar sem dafna lömbin mín“; — íslenzkt dýra- líf á engu síður sínu hlutverki að gegna, — hver gleymir t. d. stóðhross- unum 'í Atómstöðinni. Jafnvel dauðir hlutir og lítilfj örlegir geta orðið stór- merkar persónur, kökudiskur, þvara, kvistur í þili. Halldór Kiljan lærði íslenzkt mál við kné ömmu sinnar, og hann hefur æ síðan leitað til uppsprettu íslenzkr- ar tungu, til ósvikins alþýðumáls, hvort heldur hann fann það á vörum lifandi manna eða á bókum. Sú var tíðin að hann lét sér fátt um það finn- ast sem áður hafði verið skrifað á ís- lenzku. En á þessu hefur orðið mikil breyting. Halldór hefur í sívaxandi mæli fært sér í nyt samanlagðar ís- lenzkar bókmenntir frá upphafi, lært af þeim bæði mál og stíl og hagnýtt sér þann lærdóm með einstæðum hætti, þannig að málið fellur að efn- inu eins og það væri upp úr því vax- ið. Hann endurskapar mál liðinna alda þannig að það verður lifandi tunga; gömul orð og úrelt, fornar orðmyndir, jafnvel gamlar slettur, allt þetta verður honum efniviður í málfar sem verður lesandanum eðli- legt tungutak persónanna, en ekki lánsfjaðrir reyttar héðan og handan. Hvergi hefur þetta komið fram með öðrum eins ólíkindum og í Gerplu, en sú bók er á þessu sviði gerð af mestri íþrótt allra íslenzkra bóka. Að baki þessari íþrótt í meðferð máls og stíls liggur óhemjuleg vinna, þrotlaust erfiði höfundar sem hefur lagt á það allt kapp að fullkomna hæfileika sína. Halldóri Kiljan hefur ekki verið nóg að þekkja samtíð sína utan lands og innan, heldur hefur hann líka viljað þekkja sögu þjóðar sinnar, menningu hennar og tungu frá upphafi til þessa dags, og minna næg- ir ekki heldur þeim höfundi sem vill lýsa lífsbaráttu íslenzks fólks. Það sem íslendingar eru í dag eru þeir vegna sögu sinnar. Arfur fortíðar- innar lifir í okkur, og þann dag sem við afneitum honum hættum við að vera íslendingar. Það er engin til- viljun að þessi tengsl hafa orðið æ 173
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.