Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 67
BRÉF ÚR MYRKRI
að færa mér ritvél í nyt, unz ég komst
að raun um hið gagnstæða.
Ég man enn kvöldið, sem ég hafði
lokið við að finna og æfa síðustu staf-
ina á ritvélaborðinu. Ég býst við að
mér hafi verið álíka innanbrjósts og
Þórði á Mófellsstöðum, þegar hann
hafði lokið við að smíða sögunarvél-
ina sína. Mér fannst sem ég hefði unn-
ið sigur á tilverunni og örlögunum
og mér hefði tekizt að rísa gegn þeirri
staðreynd, að blindur maður væri
svona nokkurn veginn sama fyrir-
brigði og dauður maður. Það var lík-
ast því sem ég hefði verið kviksettur
og að mér hefði nú loks tekizt að
spyrna gaflinum úr kistunni, lyfta lok-
inu og rísa upp.
í sjö ár hefur ritvélin þjónað mér
á sama hátt og penninn gjörði áður.
Ekki þó svo að skilja, að hún hafi ver-
ið í stöðugri notkun. Oft hafa liðið
mánuðir og jafnvel misseri, án þess
ég snerti hana. En þótt jafnvel svo
langur tími líði án samskipta okkar
kemst ég fljótt að raun um að staf-
irnir á leturborðinu eru allir á sínum
stað.
Og jafnvel þótt svo færi, að ég
hætti alveg að tala við mannfólkið
fyrir milligöngu ritvélarinnar, sem
einhverntíma rekur að, myndi ritvélin
reynast mér jafn ómissandi fyrir því.
Mér myndi þá verða líkt háttað og
manninum, sem hætti að taka í nefið,
en bar pontuna jafnan á sér, því að þá
fann hann ekki til tóbakslevsis.
Ýmsir sjáendur liafa spurt mig að
því, hvernig það væri eiginlega að
vera blindur. Venjulega hefur mér
orðið ógreitt um svör og endirinn.
hefur venjulega orðið sá, að spyrj-
andinn hefur vitað þetta allt miklui
hetur en ég. Hann hefur þá farið að-
spyrja hvort þetta eða hitt í sambandi
við sjónleysi væri ekki svona og
svona, og til þess að leiða málið til
lykta á farsællegan hátt hef ég látið
það allt gott heita.
Sérstaklega hefur því verið baldið
fast að mér, að með blindu hlyti að
fylgja aukin innri sjón, — einhvers
konar hugljómun og dásamleg
reynsla, sem menn yrðu aðnjótandi er
þeir hefðu misst hina ytri sýn, og að
þessar dásemdir skaparans hlytu að
bæta sjóntapið upp að verulegu leyti.
Upp af öllu þessu átti svo að spretta
dásamleg lífsvizka, sem hinir sjáandi
færu á mis við. Hitt myndi þó sönnu
nær, að fátt eða ekkert er jafn for-
heimskandi sem sjónleysi, og gildir
þar einu. hvort maðurinn getur ekki
séð það, sem hann vill sjá, eða hvort
hann vill ekki sjá það, sem hann getur
séð.
Þá hefur því og verið haldið fram,
að blindum mönnum væri það nokkur
bót í raun, að þeir þyrftu ekki að
horfa upp á það ljóta í lífinu. Þessu
mætti í fyrsta lagi svara á þann hátt,
að það er lítil raunabót að vita af
hinu Ijóta í veröldinni umhverfis og
geta ekki séð það. í öðru lagi er það
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR
177
12