Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þegar hann var handtekinn lá hann rúmfastur af hitasótt, hjálparvana og varnarlaus, en lögreglumennirnir hleyptu á hann af skammbyssum sín- um ei að síður, augljóslega í þeim til- gangi að dauði hlytist af. Onnur hönd hans tættist sundur af skoti. Þrátt fyrir bæði þessi svöðusár fekk hann enga læknishjálp og komst ekki heldur framar til heilsu. Dauðadómurinn yfir honum var felldur í júní 1914, og hann virðist þá þegar hafa gert sér grein fyrir, að lík- urnar til þess, að réttlætið næði fram að ganga, væru litlar eða engar. Samt sem áður: „... Þegar hann kom til okkar, var hann umkringdur lögreglu- fulltrúum, en hann kom brosandi og heilsaði glaðlega og með skörpu og skýru augnaráði þess manns, sem ekki hefur bugazt fyrir neinu,“ ritar Eliza- beth Gurley Flynn í maí 1915. „Hann er hár vexti og fríður sýnum, en mag- ur eins og nærri má geta eftir sextán mánaða vist í þröngum og dimmum fangaklefa ... „alinn“ þar á súpu- glundri og baunum. Samt hefur hann skrifað án afláts og síðasta verk hans í fangelsinu, „The Rebel Girl“, telja sumir hið fegursta, sem hann hefur gjört. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann fékk að tala við gesti í móttöku- salnum, fyrsta tækifærið sem honum hefur gefizt um sex mánaða skeið til „að takast í hendur við félaga úr verk- lýðssamtökunum ... Ég hef séð menn, sem hafa verið beygðari af sex mán- aða fangelsisdómi en „Joe Hill virtist vera af líflátsdómi sínum“. Kreppan jókst. Tala þeirra fjöl- skyldna, sem ekki gátu staðið í leigu- skilum og bornar voru út á götuna, hækkaði í sífellu. Evrópustyrjöldin skapaði aukna eftirspurn á amerískri framleiðslu, braskararnir sprengdu upp verðið á nauðsynjavörum. At- vinnuleysi varð stöðugt meira og bið- raðir hinna hungruðu æ lengri. Joe Hill, sem hafði orðið sú yfirsjón í fyrstu að skoða málaferlin gegn sér sem einkamál og afþakka lijálp frá fé- lagssamtökum sínum, féllst nú á að líta bæri á vörn hans sem þátt í hinni pólitísku baráttu. Enda þótt kæruleysi hans um persónuleg afdrif sín yrði þess áfram valdandi að hann vanmat þennan þátt, þá starfaði hann upp frá þessu í nánu og öflugu sambandi við mótmælahreyfinguna. En það voru hin almennu vandamál, neyðin í Bandaríkjunum, Evrópustyrjöldin og skipulagstilraunir verkalýðsins, sem hann bar þó fyrst og fremst fyrir brjósti. Kostnaðurinn við að verja málstað hans sjálfs gerði honum órótt. „Ég held,“ segir hann í bréfi frá 1915, „að samtök okkar ættu að leggja allt af mörkum til þess að halda „líftaug- unum“ utan múra. Ég á við skipu- leggjendur og ræðumenn. Ef þeir sitja í fangelsi eru þeir dauðir að því er tekur til félagslegs starfs. Maður af mínu tagi getur hins vegar unnið allt að einu þótt í fangelsi sé. Ég get brotið 186

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.