Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 51
MÆLT FYRIR MINNI BUNDINS MALS og gef mig algerlega á vald þeim veruleika, sem býr að orðabaki, teyga frið og unað sumarnæturinnar í ó- byggðum Islands, og nú finn ég alltí- einu angan úr lyngi, sem hvergi er nefnt.“ Helgi skynjar hvernig ljóðlínurnar í sonnettunni kallast á. Lesandanum verður ósjálfrátt hugsað til þess, þeg- ar Grímur Thomsen segir um Jónas Hallgrímsson, að hann hafi og getað látið „hendingarnar heitum koss hverja við aðra minnast“. Um kvæð- ið Rökkur hefur greinarhöfundur máls þessum orðum: „Ég lít yfir efni þess, áður en ég læt undirspil jormsins til sín taka.“ Ég hygg að þetta sé einmitt nokk- uð, sem margir Ijóðaunnendur vildu sagt hafa. Efnið er það, sem vekur oft mesta eftirtekt við fyrstu sýn. Undir- spil formsins lætur lítið yfir sér í fyrstu, en hrífur hug lesandans meir og meir við nánari kynni. Það fer ekki hjá því að hver sá, sem les þessa grein af alúð og skilningi, verður fróðari en áður um það hvílíkt völ- undarsmíði vel ort íslenzkt kvæði er. Og hentugri bók til að blaða í mun vandfundin. Ljóðform Snorra er með afbrigðum margslungið. Þar skilur á milli bundins og ó- bundins máls að hins óbundna máls nýtur lesandinn oft fyrst og fremst við fyrsta lestur — og auðvitað getur bundið mál verið svo létt í vöfum að sama máli gegni um það — en meist- araverk hins bundna máls verða lítt metin við lesturinn einn. Lesturinn er aðeins fyrsta kynningin, en endirinn getur orðið sá að ljóð og lesandi bindist tryggðaböndum sem ekkert fær slitið. Þegar ég les eða heyri flutt kvæði í fyrsta sinn, finnst mér stundum mik- ið til um, stundum ekki og hirði ekki um að kynnast því nánar, en ef mér lízt vel á það segi ég við sjálfan mig: „Þetta skaltu lesa aftur og læra þér til sálubótar og unaðar. Fallegt kvæði, sem þú kannt, er tryggast allra vina. Það fylgir þér hvert, sem þú ferð. Það getur veitt þér huggun í raun. Og í glöðum vinahópi getur ekki meiri aufúsugest.“ Ekki er því að leyna, að til er bund- ið mál sem er lítið annað en skraut. Til skrautríms má telja ýmsar rímna- vísur undir dýrum háttum, efnið sem kemur út ef vísan er flett klæðum rímsins er stundum lítilfjörlegt, en eigi að síður þykir fjölda fólks að vís- unni hin bezta skemmtan. En vísur geta líka verið hvorttveggja í senn, dýrt kveðnar og snjallar. Það ætla ég að mörg skáld vildu kveðið hafa ýms- ar af vísunum í Rímum af Oddi sterka. Það er mjög misjafnt hve mikla stoð kvæði hefur í forminu sjálfu. Berum saman dýra rímnahætti við fornyrðislag. Aðaleinkenni fornyrðis- lagsins eru aðeins hrynjandi og ljóð- stafir, en í dýrum rímnaháttum er auk 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.