Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 93
UMSAGNIR UM BÆKUR augljósara sem umskiptin verffa mjög glögg strax þegar komið er út í fimmta kafla (sem nefnist „Háspeki" — hversvegna?), en þar hefst hin raunverulega saga, hin tvíþætta frásögn af feigðarsiglingu skips og óhugn- anlegri reynslu vitavarðar; saga, er frá þeim stað grípur mann æ fastari tökum, þannig að maður leggur ekki bókina frá sér ótilneyddur fyrr en að loknum lestri. Hygg ég, að fáum íslenzkum höfundum hafi tek- izt að semja bók, er veki áhuga og athygli lesandans jafn rækilega og þessi stutta skáldsaga gerir. Ég hef minnzt hér á nokkur atriði forms og byggingar, en mun ekki fjalla um efni sögunnar að öðru leyti eða boðskap höf- undarins. Um það hafa aðrir skrifað og á þann veg, að ég tel mig ekki knúinn til að auka þar við. Ég vil aðeins mega segja að lokum, að ég tel ástæðu til að vænta þó nokkurs af prósa- höfundinum Hannesi Sigfússyni, nú og hér eftir, ekki síður en í gamla daga. Skilji samt enginn orð mín svo, að ég letji hann til ljóðagerðar. Aftur tel ég vanda að kveða upp úr með það eins og stendur, á hvoru sviðinu hann sé nú sterkari. Svo ágæt er þessi bók. Elías Mar. Hinn fordæmdi Skáldsaga eftir Kristján Bender. Utgefandi: Heimskringla. 4. bók í 4. bókaflokki Máls og menningar 1955. Skáldsögum má skipta eftir efni þeirra í tvo flokka. Við getum kallað þá skemmtisögur og raunsœissögur. Ég nefni fyrri flokkinn ekki skemmtisögur fyrir þá sök, að þær sögur þurfi að vera skemmti- legri en hinar, heldur vegna hins, að þær miða eingöngu að því að skemmta eða stytta fólki stundir. Þær fjalla gjaman um hrífandi eða æsandi atburði, svo sem ástir eða lögreglumál, og atburðaflækjan er svo margslungin og úrslitin tvísýn, að lesand- anum er haldið í ofvæni til söguloka, sem oftast er þó fyrirfram vituð og áþekk í flest- um þessara sagna: elskendurnir ná saman að lokum, eða lögreglan handsamar bófann. Lestur þessara sagna krefst lítillar umhugs- unar, og þær þola hraðan og grunnfæran lestur. Þær em því velþegin dægradvöl og tilbreyting, er menn halla sér að afloknu dagsverki eða í hvíldarhléi milli starfa. AS loknum lestri skilja þær lítið eftir hjá les- endum, og enginn hefur yndi af að lesa þær nema einu sinni. Gildi þessara sagna er skemmtigildi. Hinn flokkurinn, sem ég nefni raunsæis- sögur, er f jölbreyttur að efni, og þær sögur eru engu síður skemmtilegar á sína vísu. Megintilgangurinn er ekki að skemmta, þótt ýmis skemmtiatriði komi fyrir. Raun- sæissögur lýsa lífinu og segja frá fólki, sem heyir haráttu fyrir því og lýtur lögmálum þess. Ekkert má þar gerast, sem ekki hefði getað gerzt á raunverulegum vettvangi sög- unnar. Persónur eru fastar mótaðar og raun- sannari en í skemmtisögunum. Þær eiga að vera sjálfum sér samkvæmar í orði og at- höfn. Séu þessar sögur ekki skemmtilegar, er það veruleikans sök, en þær eru þyngra lestrarefni en skemmtisögumar, krefjast vandaðri lesturs, umhugsunar og sumar endurlesturs. Hinar beztu þeirra verða vin- ir, sem alltaf má finna athvarf hjá og sækja gleði til. Gildi þeirra er listar- og menning- argildi. Með þessum langa inngangi um skáldsög- ur almennt þykist ég einnig hafa gert skáld- sögu þeirri, sem hér er fjallað um, nokkur skil, þegar ég nú bæti því við, að hún telst ótvírætt til síðamefnda flokksins. Hún ber flest einkenni góðrar raunsæissögu. Efniviður sögunnar er ekki yfirgripsmik- 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.