Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nýstárlegri ljóðform en aðrir. Þess er og skylt að geta, að Ijóð hans þóttu enganveg- inn lakari en obbinn af ljóðum hinna. Aft- ur á móti bar óbundið mál bans þá þegar ótvíræðan vott um næman smekk og ríka tilfinningu fyrir margbreytileik orðsins, svo í merkingu sem hljómi. Þar réði næmi og mælikvarði Ijóðskáltlsins á það sem jafn- vel telst fjarskylt hinu Ijóðræna. Svo liðu ár. Hannes birti nokkrar smá- sögur og ljóð jöfnum höndum. En þar kom, að hann hætti með öllu að skrifa sögur. Þegar „Dymbilvaka" kom út, 1949, og vakti verðskuldaða athygli, var jafnvel svo kom- ið, að menn gerðu ekki ráð fyrir því lengur að Hannes myndi leggja rækt við sögu- formið framar. Allur þorri manna, sem síð- an kannast við ljóðskáldið Hannes Sigfús- son, hefur varla haft hugmynd um, að þessi sami maður skrifaði á sínum yngri árum allmargar smásögur og þónokkuð mörg upp- höf á skáldsögum, sem öll gáfu góð fyrir- heit þeim sem fengu þar í að hnýsast, enda þótt þau yrðu aTdrei barn í brók hjá höf- undi, ýmissa hluta vegna. —- Athugasemd- inni frá árum ungskáldaklíkunnar hafði nú náiiast verið snúið við: menn ætluðiist ekki til þess, að Hannes semdi prósa; hinsvegar var hann af öllum góðum mönnum hvattur til að snúa sér eindregið að Ijóðagerð. Það vakti því ekki litla eftirvæntingu er það fréttist á s.l. vetri, að Hannes hefði að nýju tekið til við óbundið mál — og lokið við skáldsögu. Að vísu fór höfundurinn sjálfur mjög hógværum orðum um söguna og kvaðst ekki vera nema í meðallagi ánægður með hana. Engu að síður mátti vænta þess, að hún yrði þónokkur viðburð- ur. Með tilliti til þess sem að framan getur, er vafasamt að kalla „Strandið" byrjenda- verk; og þó er það óneitanlega fyrsta skáld- verk höfundarins fullgert. Sagan ber fá ein- kenni viðvanings; hinsvegar vottar hún bæði hugmyndaflug og tök á efninu, sem þekktari og reyndari höfundar mættu vera ánægðir með að geta státað af, margir hverjir. Ég las fyrsta kaflann og leizt vel á. í ann- ari lotu las ég næstu tvo kaflana og fannst þeir slakir. Ennþá finnst mér þeir vera það, samanborið við aðra hluta bókarinnar, enda þótt forsendur þriðja kafla séu mér nú ljósari en á meðan ég las hann fyrst. — f öðrum kafla kemur höfundur upp um skort á þekkingaratriðum, sem jafnan er hvim- leiður, þó ekki þurfi hann að rýra skáld- skapargildi verks út af fyrir sig: Ólíklegt þykir mér, að nokkur Kínverji hugsi til eyj- ar með nafninu Formósa. Það nafn mun vera japanskt að uppnina. En til er ey, sem á kínversku nefnist Taívan, eða eitt- hvað nálægt því. — Sömuleiðis er óhugs- andi, að Lí Tsú sé sonur Ló Tsú — nema kannske launsonur —, þvf samkvæmt þar- lenzknm sið eru ættarnöfn jafnan höfð fyrst. Tsú Lí og Tsú I.ó gætu hinsvegar verið feðgar eða bræður, án þess að hnevksla nokkurn mann. f þriðja kaflanum kannaðist ég við gam- alt skáldsöguefni Hannesar, er komst víst aldrei öllu lengra — sem betur fer. Enda- þótt gaman kunni að vera að innskoti þessu sem sjálfstæðu fyrirbæri, er það tvímæla- laust til lýta á „Strandinu", skemmir heild- arsvip sögunnar og glepur fyrir lesandan- um, en verður ekki nema að litlu leyti til að skíra myndina af andlegu ásigkomulagi vitavarðarins, eins og ætlunin hlýtur þó að vera. Ég held, að Hannes hefði ekki átt að notfæra sér sitt gamla sögubrot þama, a. m. k. ekki í jafn sterkri mynd. Auk þess hefði farið betur á því, að annar og þriðji kafli hefðu skipt um röð. „Sögu“-kaflinn þar sem hann er, og eins og hann er, sem einskonar innskot í lýsingunni á skipverjum, umhverfi þeirra og uppmna, er eini stóri gallinn á byggingu bókarinnar. Þetta er þeim mun 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.