Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 91
UMSAGNIR UM BÆKUR mér þetta ekki vera bók til að skrifa um, heldur til að lesa í góðu tómi — og njóta. Fyrir rúmum þremur áratugum skrifaði þessi höfundur verk, sem olli straumhvörf- um í íslenzkum bókmenntum. Það var bréf til Láru. Síðan er þeim, sem skrifa bækur á lslandi, meiri vandi á höndum en áður. Með Sálminum um blómið hefur nú þessi höfundur numið nýtt land, skapað nýjan stfl, sem fyrst og síðast einkennist af bams- leguni einfaldleik og ætti líklega að gera það auðveldara en áður að skrifa bækur á Islandi. Nú er spumingin, hvort þetta nýja verk markar jafn-djúp spor eða dýpri í ís- lenzkum bókmenntum — hvort það veldur viðlíka straumhvörfum og Bréf til Láru. Ég fæ ekki betur séð en að það hafi til þess mörg skilyrði. Á.H. Olafur Jóh. Sigurðsson: A vegamótum. Sögur. Heimskringla. Reykjavík 1955. Olafur jóh. sigurðsson gerist nú um- svifamikill á sviði íslenzkra bók- mennta. Nýlega var hin mikla skáldsaga hans, Vorköld jörð, lesin í útvarp, og hafa vafalaust á hana hlustað margir, sem lítil kynni höfðu af honum áður, og er það vel. Og núna fyrir jólin komu tvær nýjar bækur frá hendi hans: Gangvirkið, tuttugu arka skáldsaga, sem ekki verður gerð að umtals- efni að sinni, og smásagnasafnið Á vega- mótum. í þessari síðamefndu litlu bók em fjórar sögur. Tvær þeirra, Gömul frásaga og Trufl, fjalla um böm og segja af mikilli nærfæmi og góðum skilningi frá því, hversu áhrifa- gjöm þau geta verið og hvemig þau bregð- ast við, þegar blekkingar bernskunnar taka að afhjúpast fyrir augum þeirra. Ein sagan, Bruni, segir frá draumförum eins virðulegs TÍMARIT MÁI.S OC MENNINGAR þjóðfélagsborgara, nokkuð ólíkindaleg að efni eins og títt gerist um drauma, en fer þó ekki algera erindisleysu. Allar em sögumar í þessari bók vel gerð- ar, skrifaðar í þeim rólega, látlausa og alls- gáða stíl, sem þessi höfundur hefur tamið sér, og á hreinu, vönduðu máli. Þó ber síð- asta sagan, Hvolpur, mjög af. Þessi saga af skriffinninum með veiðistöngina, síveltandi vöngum yfir vandamálum nútímans, og svo af hvolpinum og hananum og öllu því dóti, er svo bráðsmellin og skemmtilega „aktuel" (tímaborin er það víst kallað á íslenzku), að fágætt er um smásögur. Ég man ekki betur en að einhver spekingur væri að telja okkur trú um það hér á dögunum, að Ólafur Jó- hann ætti ekki til skopskyn. Þeim hinum sama væri ráðlegt að lesa þessa sögu. Ólaf Jóhann skortir engan veginn skopskyn, en skop hans leikur kannski á lægri nótum — birtist kannski ekki í öðrum eins bægsla- gangi og sumra „húmorista" hérlendra. En það hittir ekki síður í mark fyrir því. Að þessum smásögum Ólafs Jóh. Sigurðs- sonar er góður fengur, og hann hefur enn áréttað rithöfundarhróður sinn — einkum með síðustu sögunni. Á.H. Hannes Sigfússon: Strandið Skáldsaga. Heimskringla, MCMLV. c minnist þess, að eitt sinn er Hannes Sigfússon las ljóð sín fyrir okkur í ung- skáldaklíkunni á öndverðum stríðsárunum, kom einhver úr hópnum með svolátandi at- hugasemd: „Þú átt ekki að vera að yrkja ljóð, Hannes. En prósa áttu að skrifa, því það geturðu.“ — Þetta var þó á þeim tíma, þegar velflest ljóð voru rímuð og Hannes ekki farinn að gera óguðlegar tilraunir með 6 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.