Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 59
S.TÖTUGASTA OG FIMMTA ÁRTÍÐ DOSTOJEFSKÍS Dostojefskí á unga aldri. forsvarsmaður ríkjandi skipulags undir krossfána kirkjunnar. En þá rís skyndilega fyrir framan hann ókleifur fangelsisveggur: Keis- araveldið. Hann er hnepptur í fjötra sem glæpamaður, leiddur fram á opið torg til lífláts, gefið líf fyrir „náð“ keisarans, hlekkjaður við morðingja, brennuvarga og nauðgunarmenn austur í Síberíu og kviksettur þar eystra í tíu ár. Allt er tekið frá honum nema eitt: Biblían. Það eru uppeldis- aðferðir föður hans í nýjum búningi, bara þúsundfalt strangari og grimm- úðugri. Það eitt að halda lífi og óskertum vitsmunum er afrek. En það kostar knébeygingu fyrir valdinu, auðmýkt hjartans, hugarfar píslar- vottsins. Hann verður að læra að taka þjáningunum eins og dýrmætri gjöf, annars sliga þær hann. Og Kristur verður fordæmi hans. Hann hungrar og þyrstir eftir rétt- læti, mannúð, kærleika, en finnur það hvergi nema hjá þjáningarbræðrum sínum. Þegar hann verður var við óspillt hjartalag bak við hrjúfan skráp fanganna orkar það á hann eins og opinberun og fyrirheit um nýjan og betri heim. Alþýða Rússlands verður honum ímynd þeirra krossfara Krists sem í fyllingu tímans muni bjarga heiminum frá spillingu efnishyggj- unnar. Gegn keisaraveldinu og þeim óbærilegu þjáningum sem það hefur lagt á herðar hans, hefur hann ekki öðru að tefla: Kærleikurinn á að sigra grimmdina! Þetta verður skiljanlegra þegar höfð er í huga sérstaða Rússlands á þeim tíma. Hinar róttæku þjóðfélags- kenningar sem borizt höfðu frá Vest- ur-Evrópu höfðu enn ekki náð fótfestu og ekkert virtist benda til að þær yrðu bjargráð rússneskrar alþýðu. Hins- vegar höfðu þær steypt Dostojefskí í ógæfu áður en honum gafst ráðrúm til að kynnast þeim til hlítar. í tíu ár er hann einangraður frá umheimin- um. Eini andlegi félagi hans er tæp- lega tvö þúsund ára gömul bók: Nýja testamentið. Og svo nokkrir ólæsir glæpamenn. Allt stuðlar að því að móta lífsskoðun hans í það form sem hún fær. Örlög hans eru grátbrosleg: TÍMAHIT MÁLS OC MENNINCAR 49 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.