Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 67
HARMKVÆLASONURINN
hann legði í hið venjubundna sérstak-
lega sterkar og jafnvel fráviknar
meiningar. Hann sagði þeim til að
mynda frá því, að hornin á hinum
fjórum áttum blótstallsins, væru ekki
horn mánans, hvað þá heldur nauts-
horn þess guðs Mardugs; þetta væru
hrútshorn. Undruðust þeir þetta mjög
og varð tíðrætt um. Þegar hann ákall-
aði Drottin, Adonai, héldu þeir um
stund, að hér væri ræða um hinn
Fagra, Sundurtætta og Upprisna, en
urðu brátt að láta sannfærast um, að
átt væri við einhvern annan. Ekki
námu þeir nafnið El. í ljós kom, að
þeim skjátlaðist, er þeir héldu hann
héti Israel. Það var hins vegar nafn
komumanns, Jakobs. Fyrst var það
nafn á sjálfum honum, í annan stað
nafn á öllum þeim, er höfðu hann að
goða, og því komst sú saga á kreik um
stund, að hann væri sjálfur guð hrúts-
hornanna, eða þættist vera svo, en
síðar var það leiðrétt. Ekki varð neitt
líkan gert af guði þessum, að vísu átti
hann sér líkama, en enga likams-
mynd; hann var eldur og ský. Létu
sumir sér það vel líka, en öðrum var
þetta þyrnir í augum. En öllum var
einsætt, að útlendingur þessi, Jakob,
hafði helgi mikla á guði sínum, þótt
greina mætti í gáfulegum og hátíðleg-
um andlitssvip hans nokkra áhyggju,
jafnvel hryggð. Hann var hinn tígu-
legasti ásýndum, er hann skar kiðl-
inginn á hörgi sínum og lét honum
blæða út, og rauð blóði þessi horn,
sem voru ekki mánahorn. Víni og olíu
var hellt ómælt við fótskör hins Ó-
þekkta og brauð framreitt — blót-
maður þessi hlaut að vera maður auð-
ugur, og fyrir þá sök vann hann hylli
margra, og svo guð hans. Hann
brenndi til fórnar beztu bita kiðlings-
ings og ilmuðu þeir ljúflega af sa-
mími og besamími, en það sem af
gekk kjötinu lét hann sjóða og mat-
búa; en nokkrir borgarbúar gerðu þá
heyrin kunnugt, að frá þessari stundu
myndu þeir blóta guð þenna, ísrael,
raunar svo, að þeir héldi áfram dýrk-
un innborinna guða, og var það
hvorttveggja, að borgarbúar vildu
gjarnan sitja blótveizlur og þótti mik-
ið koma til hins stórbrotna langtað-
komna ferðamanns. Meðan þessu fór
fram og kunnleikar hófust með borg-
arbúum og Jakob, hafði þeim orðið
starsýnt á hinn undurfríða son hans,
yngsta soninn, er nefndur var Jósef.
Þeir kysstu á fingurgóma sína hverju
sinni er þeir sáu hann, hófu hendur til
himins, signdu augu sín og ætluðu að
veltast um af hlátri, er hann með töfr-
andi ósvifni kvaðst vera eftirlætisgoð
foreldra sinna, og þakkaði þetta
þokka sínum, andlegum og líkamleg-
um. Þeir höfðu gaman af glettnislegu
stærilæti sveinsins og nutu þessa með
því uppeldislega ábyrgðarleysi, er við
jafnan sýnum börnum annarra.
Þegar degi tók að halla fór Jakob
oft einförum og varði tímanum til
íhugunar, bjó sig undir opinberunar-
57