Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 25
RÆÐA HALDIN Á NÓBELSHÁTÍÐINNI brjóst þjóðarinnar, þá er það gott. Annar mælikvarði er ekki til.“ En til þess að ná hjarta þjóðarinnar endist ekki hin mesta orðsnilld ein sér né heldur lýs- ingar á atburðum og afrekum. Til þess að skáldverkið geti orðið „ljós heims- ins“, verður það að leitast við að draga upp sanna mynd af lífi fólks og kjörum. Þessi hugsun er meginuppistaða í flestu því, er Halldór Laxness hefur ritað. Og með því að hann býr yfir undursamlegum næmleik á staðreyndir mannlífs- ins og hinni ágætustu frásagnargáfu, hefur honum tekizt að verða skáld þjóð- ar sinnar framar öllum öðrum, sem nú eru á dögum. Æskuverk Laxness, „Vefarinn mikli frá Kasmír“, er eitt hið merkilegasta vitni um upplausnina og átökin í menningarlífi vorra tíma, ekki eingöngu á íslandi, heldur á öllum Vesturlöndum. Og þótt sjá megi í verki þessu merki um nokkurn vanþroska æskumanns, er það engu að síður mjög þungt á met- unum, bæði sem skilríki um samtímann og persónulegt játningarit. Aðalsögu- hetjan er ungur íslendingur, skáld og listamaður, sem flækist víðs vegar um Evrópu og sökkvir sér af lífi og sál niður í allan óskapnaðinn og ringulreið- ina, er fylgdi í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri. Hann leitar fótfestu í tilver- unni líkt og Hans Alienus forðum, hann reynir að glöggva sig á áttunum og ákveða stefnuna að nýju; en hversu ólíkir eru ekki tímarnir! Það er miklu meira, sem skilur á milli, en einn mannsaldur að áratali. Annars vegar eru friðartímar, staðföst trú á þróunina, fegurðardraumar; hins vegar sundur- flakandi og blóðug veröld, siðferðilegur sljóleiki, ótti og vanmætti. Steinn Ell- iði varpar sér að lokum í fang kaþólsku kirkjunnar. Síðan Strindberg leið, munu þau fá ritin í norrænum bókmenntum, sem lýst hafa innri átökum og persónulegum reikningsskilum við máttarvöld samtím- ans af jafn hispurslausri hreinskilni. List Halldórs Laxness eignaðist fyrst jafnvægi, er hann sneri aftur til ís- lands um 1930 og helgaði sig því hlutverki að verða skáld þjóðar sinnar. Óll markverðustu rit hans fjalla um íslenzk efni. Honum lætur einstaklega vel að lýsa íslenzkri náttúru og íslenzku umhverfi. En samt sem áður lítur hann ekki á það sem aðalhlutverk sitt. í einni ágætustu bók hans segir svo: „Samlíðunin er uppspretta hins æðsta söngs. Samlíðunin með Ástu Sóllilju á jörðinni.“ Listin verður að byggjast á samúð og mannást; annars er hún ekki mikils virði. Allt, sem Laxness hefur skrifað, er gagnsýrt af samfélagslegum áhuga og móði. Persónuleg hluttaka hans í félagslegum og pólitískum málefnum samtímans er ávallt mjög rík — og stundum svo, að við liggur, að hún verði listgildi verka hans til trafala. En kímnin, hrjúf og fersk, verður honum þá til varnar, hún gerir honum fært að líta mildari augum á 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.