Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 28
HALLDOR KILJAN LAXNESS
Heimsókn á þorra
Svo bar til fyrir nokkruin dögum hjá rithöfundi einuin hér í bænum að dyra-
bjöllunni var hríngt um miðjan dag, og vildi svo til að ekki var fólk heima
utan húsbóndinn, svo hann neyddist til að vitja dyra sjálfur. Hríð var á og
frost ekki lítið. Rithöfundurinn lauk upp og snjórinn þyrlaðist innum gættina
og uppí vitin á honum þar sem hann stóð á þröskuldinum í silkisloppi sínum
með pípu í munni. Gesturinn stóð á dyrahellunni fast uppvið hurðina og
smeygði andlitinu innum gættina um leið og hurð var lyft frá stöfum: nefbrot-
inn maður í færeyskri peysu og nankinsbuxum.
Komið þér sælir, sagði gesturinn, með leyfi, eruð þér rithöfundurinn?
Húsbóndinn játti þvi.
Ég á við: þessi frægi —? ítrekaði gesturinn.
Já einmitt, sagði rithöfundurinn.
Ég óska yður hjartanlega til hamíngju, sagði gesturinn.
Þakka yður fyrir. Hm. Var það alt og sumt?
Með yðar leyfi, það er strekkíngurinn, sagði gesturinn.
Nema hvað, sagði rithöfundurinn.
Ja það er nú reyndar ekki við öðru að búast, sagði gesturinn, því við erum
enn á miðþorra.
Ef yður er sama, þá segið fljótt hvað yður er á höndum, þvi það snjóar
innum gættina. Ég er hræddur um að það snjói í grópið svo hurðin lokist
ekki.
Þá sagði gesturinn og brosti ívið dapurlega sem títt er um nefbrotna menn:
Ég ætla bara að segja yður strax að þér megið vera eins vondur við mig og þér
getið: ég verð aldrei neitt vondur á móti.
Rithöfundurinn dró hurðina ögn til sín og þreingdi gættina. Gesturinn fór
inná sig, blár á fíngrunum og loppinn, leitaði einhvers og fann það, það var
18