Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 28
HALLDOR KILJAN LAXNESS Heimsókn á þorra Svo bar til fyrir nokkruin dögum hjá rithöfundi einuin hér í bænum að dyra- bjöllunni var hríngt um miðjan dag, og vildi svo til að ekki var fólk heima utan húsbóndinn, svo hann neyddist til að vitja dyra sjálfur. Hríð var á og frost ekki lítið. Rithöfundurinn lauk upp og snjórinn þyrlaðist innum gættina og uppí vitin á honum þar sem hann stóð á þröskuldinum í silkisloppi sínum með pípu í munni. Gesturinn stóð á dyrahellunni fast uppvið hurðina og smeygði andlitinu innum gættina um leið og hurð var lyft frá stöfum: nefbrot- inn maður í færeyskri peysu og nankinsbuxum. Komið þér sælir, sagði gesturinn, með leyfi, eruð þér rithöfundurinn? Húsbóndinn játti þvi. Ég á við: þessi frægi —? ítrekaði gesturinn. Já einmitt, sagði rithöfundurinn. Ég óska yður hjartanlega til hamíngju, sagði gesturinn. Þakka yður fyrir. Hm. Var það alt og sumt? Með yðar leyfi, það er strekkíngurinn, sagði gesturinn. Nema hvað, sagði rithöfundurinn. Ja það er nú reyndar ekki við öðru að búast, sagði gesturinn, því við erum enn á miðþorra. Ef yður er sama, þá segið fljótt hvað yður er á höndum, þvi það snjóar innum gættina. Ég er hræddur um að það snjói í grópið svo hurðin lokist ekki. Þá sagði gesturinn og brosti ívið dapurlega sem títt er um nefbrotna menn: Ég ætla bara að segja yður strax að þér megið vera eins vondur við mig og þér getið: ég verð aldrei neitt vondur á móti. Rithöfundurinn dró hurðina ögn til sín og þreingdi gættina. Gesturinn fór inná sig, blár á fíngrunum og loppinn, leitaði einhvers og fann það, það var 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.