Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 79
STJORNUR HIMINSINS Þegar týrir á kolunni lætur maður flöskuna á borðið og tekur til við hangiketið. Glatt logar í mó, og lurkar eru líka til. Eldavélargarmurinn reykir ögn, en það hlýnar inni. Þetta er nú ekki mikið, — en gott, og kannski í einn pott. Rétt væri ef til vill að geyma ögn? Onei, maður lifir ekki nema einu sinni. Og það má þó til með að hylja botninn á troginu á hátíðunum. Þá koma dagar og þá koma ráð. Ilmurinn upp úr troginu er ljúf- fengur. Maður setur það á borðið og leggur slíðruhnífinn sinn hjá, skaftið er telgt úr bjarkarlurk. Þá fyllir maður spilkomu af soði. Þetta er að vísu ekki ljúffengt soð, en það er heitt, og vel hægt að byrja snæðinginn með góðum sopa af því. Graut á maður engan núna, til að minnka magarúmið, en slátur er til í tunnu, en klakinn fær að vera óbrot- inn á henni í kvöld. Nóg er að hafa þríréttað. Maður fær sér vænan sopa úr grænni flösku og sker sér sneiðar af heitu hangiketi. Ket bragðast vel, feitt ket, þegar maður kemur úr kulda, en hér verður að hafa hóf á, þótt maður eigi dálítið í troginu sínu, því að nú er langt þang- að til maður fær ket næst. Þó ætti maður ekki að verða svo aumur að þurfa að neita sér um gangnalamb. — O, nei. Þetta blessað tár. Það yljar manni innan. Blessaður drengurinn. Gamall maður rorrar á bólinu sínu og horfir fram hjá kolunni á glugga- faldinum og sér ekki skuggann sinn. Þeim skyldi ekki takast að svelta hann af kotinu sínu, ekki þegar hann var orðinn einn, fyrst þeim hafði ekki tekizt það fyrr. Þú átt ekki einu sinni þennan skika. Þetta er almenningur, höfðu þeir sagt. Og það vildi víst einhver kaupa þetta land, ekki þó til að búa á því, heldur til einhvers annars, sem hann skildi lítið, gamall maður og fákunn- andi, en var laust við alla ræktun og grósku. Það hlutu að vera fjörráð, — og þetta var hans land. — Þeim skyldi ekki takast að selja hans land, þótt aðrir ættu það með honum. Eignarheimild á landi var sumum óljós. Það voru bara kindurnar, sem hon- um varð oft hugsað til. — Hvað yrði um þær, ef hann hætti að komast i hús til að sinna þeim? Vonandi fengi hann að kveðja Lj ósavelli um sumar, þá þyrfti enginn að verða svangur hans vegna. En gat hann treyst því? Vonandi fyndi hann hvað leið, — og missti ekki svo rænu og mátt, að hann yrði ekki maður til að opna kof- ann. Þá yrðu þær að sjá um sig. Þær 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.