Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 95
UMSAGNIR UM BÆKUR
saman hinni norrænu menningararfleifS
þjóðarinnar. Við þann samruna myndaðist
hin sérstæða íslenzka menning, er varð
móðir sagna og ljóða, svo sem frægt er orð-
ið. Eins og vænta má hefir menn greint á
um það, hversu rík hin keltnesku áhrif hafi
verið, og hafa sumir gert þar meira úr, aðrir
minna, og skal ekki farið nánara út í það
mál hér. Hitt er víst, að Islendingum her
nokkur skylda til að vita deili á frændum
sínum fyrir vestan liaf. Mætti það verða til
þess, að vér skildum betur en áður vmislegt
í fari sjálfra vor, hugsunarhætti og menn-
ingu. Hið forna samband milli Suðureyja og
íslands rofnaði skjótt, og nú á dögum vitum
vér harla fátt urn frændur vora, er byggja
eyjar þær fyrir vestan Skotland, sem útlend-
ir menn kalla Hebrideseyjar, en vér köllum
Suðureyjar. Velkomin ætti því að vera bók
sú, er að ofan getur, Söngvar frá Suifureyj-
um eftir Ilermann Pálsson lektor í Edin-
horg. Hefir hann einn íslenzkra manna lagt
stund á keltnesk fræði og lokið háskóla-
prófi í þeim að loknu námi í íslenzkum
fræðum. Hann hefir því fágæt skilyrði til að
rita um keltnesk efni með tilliti til fslands
að fomu og nýju.
I bók þessari, sem er 127 bls. að stærð,
drepur höfundur nokkuð á sögu eyjanna,
einkum í fornöld, dregur fram dæmi um
ránskap og yfirgang víkinga og stjóm Norð-
manna í eyjunum, bendir á tengslin við ís-
land. Helztu minjar norrænna manna nú á
dögum þar vestra eru örnefni og mannanöfn.
Þrjú fjöll í Suðureyjum bera heitið Hekla,
þótt ekki séu þau lík nöfnu þeirra á íslandi.
Þar em og nöfnin Esjufjall og Kjós, og er
skammt á milli þeirra eins og hér. Af síðari
tíma sögu Suðureyja er merkast að telja frá-
sögn höfundar af viðskiptum leiguliða og
þurrabúðarmanna við landeigendur um
1880—1890, er hinir síðarnefndu hugðust
bola fólkinu burtu, en setja sauðfé í stað-
inn. Var þá fjöldi fólks neyddur til að flýja
land. Kunna margir enn í dag sögur af
hetjulegri framkomu einstakra manna og
ekki síður kvenna í baráttunni við ríka
yfirgangsseggi og embættismenn stjómar-
innar, er kúga átti alþýðuna til hlýðni. Fyrir
skömmu hefir svo brezka stjórnin tekið þá
ákvörðun að eyjaskeggjum algerlega for-
spurðum að nota eina af fegurstu eyjunum
til heræfinga og kjamorkusprenginga. Hefir
þetta mál vakið mikla andúð og mótmæla-
öldu, ekki aðeins í Suðureyjum sjálfum,
heldur um gjörvallt Skotland. Mótmæli
þeirra eru injög á sömu rökum byggð sem
mótmæli þjóðrækinna og framsýnna íslend-
inga gegn hernaðarbrambolti erlends stór-
veldis hér á landi.
En aðalefni bókarinnar er ljóð og þjóð-
sögur frá Suðureyjum, en í bókmenntum
eyjaskeggja þykir höfundi mest til þeirra
greina koma. Hann segir nokkrar skemmti-
legar þjóðsögur, svo sem af því, hvemig
söngurinn varð til í Suðureyjum, af því,
þegar Suðureyingar ætluðu að læra að
brugga bjór úr lyngi, og af galdramannin-
um Mikjáli, sem fór á fund páfa til þess að
fá skorið úr því, hvenær langafasta hæfist.
Tíðræddast verður þó höfundi um söngva og
ljóð Suðureyinga. Eiga þeir mikið af þjóð-
lögum og fjölda þjóðkvæða, sem alþýða
manna söng við dagleg störf og ýmis tæki-
færi. Era það flest tregablandnir söngvar,
sem benda á erfið lífskjör þjóðarinnar á
liðnum tímum. Birtir höfundur marga
siingva í íslenzkri þýðingu. Segir hann sjálf-
ur, að söngvarnir séu ekki nema svipur hjá
sjón, þegar þeir séu bornir saman við frum-
kvæðin, sem ort eru á gelísku, þeirri írsku
mállýzku, sem töluð er í Suðureyjum. Segir
höfundur, að frumhættir söngvanna séu
furðu dýrir, svo að ógerlegt sé að halda
þeim á íslenzku. (Við það vil ég gera þá at-
hugasemd, að dýrir megi þeir hættir vera,
ef þeir eru dýrari en margt það, sem kveðið
hefir verið á íslenzku). Höfundur þýðir því
85