Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 71
HARMKVÆLASONURINN ekki reiður, en ég veit betur. Ben-Oní skal vera nafn þessa lífsafkvæmis. Svo skuluð þið kalla herra þann, sem ég gef þér, og hann skal minnast Mömmu, sem gerði hann fagran og skapaði hann í þinni og sinni mynd.“ Jakob var vanur að fást við yfir- gripsmiklar andlegar ráðgátur og því skildi hann umsvifalaust, hvað hún átti við. Mamma, eða „Hin vísa Mamma“ var alþýðuheiti á Istar, móður guðs og manna. Um hana var sagt, að hún hefði skapað mannkind- ina og kvenkindina í sinni eigin mynd. Að sumu leyti af veikleika, að sumu leyti í gamni hafði Rakel ruglað saman hinni guðdómlegu sköpunargyðju og sínu eigin móður- sjálfi, og var henni það þvi auðveld- ara, er Jósef var vanur að kalla hana „Mömmu“. En sá sem numið hefði spekina og þekkti brautir vizkunnar, vissi að nafnið „Ben-Oní“ þýddi: „Sonur heljar“. Að vísu kunni hún ekki lengur á því skil, að hún hafði komið upp um sig og viljað með var- færni búa Jakob undir þau tíðindi, sem hún vissi vofa yfir, svo að hon- um yrði ekki of mikið um reiðarslag- ið, og léti ekki sturlast. „Benjamín, Benjamín," sagði hann grátandi. „Ekki Benóní, ekki fyrir nokkurn mun.“ Og þá var það að hann í fyrsta skipti varpaði fram þess- ari spurningu út í silfurbláa stjörnu- nóttina, svo sem hann játaði með sjálfum sér, að nú skildi hann hvað verða vildi: „Drottinn, hvað ertu að gera?“ Á slíkum stundum gefst ekkert svar. En það er mannssálinni til lofs að henni verður þessi þögn ekki til á- steytingar frammi fyrir guði, heldur fær hún skynjað hátign hins óskiljan- lega, og verður að meiri. Fyrir eyrum hans suðaði bænakvakið og særinga- þulur hinna kaldeísku kvenna og am- bátta, er reyndu að teygja máttug og óskiljanleg rögn til umbunar mönn- unum. En aldrei skildi Jakob betur en á þeirri stundu heimsku þessa, aldrei hafði honum verið eins ljóst og nú hvers vegna Abraham hafði tekið sig upp frá llr. Voðasýnum brá fyrir augu hans, er hann leit framan í á- sjónu skelfingarinnar, og þó ekki laust við að hann kenndi afls við sýn- ina. ígrundanir hans um hin guðdóm- legu rök höfðu jafnan skilið eftir nokkurn áhyggjusvip á andliti hans og það var sem skelfingar þessarar nætur hefðu komið guðshugmyndum hans til nokkurs þroska, sem í sumum efnum var í ætt við þjáningar Rakel- ar. Það var raunar í fyllsta samræmi við þá ást, er hún hafði til hans borið, að Jakob, bóndi hennar, fengi ávaxt- að pund anda síns í dauða hennar. Barnið kom í heiminn að aflíðandi óttu, er lýsa tók af árroða nýs dags. Kerlingin varð að beita afli er hún dró hann út úr þessu vesæla móður- 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.