Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 71
HARMKVÆLASONURINN
ekki reiður, en ég veit betur. Ben-Oní
skal vera nafn þessa lífsafkvæmis.
Svo skuluð þið kalla herra þann, sem
ég gef þér, og hann skal minnast
Mömmu, sem gerði hann fagran og
skapaði hann í þinni og sinni mynd.“
Jakob var vanur að fást við yfir-
gripsmiklar andlegar ráðgátur og því
skildi hann umsvifalaust, hvað hún
átti við. Mamma, eða „Hin vísa
Mamma“ var alþýðuheiti á Istar,
móður guðs og manna. Um hana var
sagt, að hún hefði skapað mannkind-
ina og kvenkindina í sinni eigin
mynd. Að sumu leyti af veikleika,
að sumu leyti í gamni hafði Rakel
ruglað saman hinni guðdómlegu
sköpunargyðju og sínu eigin móður-
sjálfi, og var henni það þvi auðveld-
ara, er Jósef var vanur að kalla hana
„Mömmu“. En sá sem numið hefði
spekina og þekkti brautir vizkunnar,
vissi að nafnið „Ben-Oní“ þýddi:
„Sonur heljar“. Að vísu kunni hún
ekki lengur á því skil, að hún hafði
komið upp um sig og viljað með var-
færni búa Jakob undir þau tíðindi,
sem hún vissi vofa yfir, svo að hon-
um yrði ekki of mikið um reiðarslag-
ið, og léti ekki sturlast.
„Benjamín, Benjamín," sagði hann
grátandi. „Ekki Benóní, ekki fyrir
nokkurn mun.“ Og þá var það að
hann í fyrsta skipti varpaði fram þess-
ari spurningu út í silfurbláa stjörnu-
nóttina, svo sem hann játaði með
sjálfum sér, að nú skildi hann hvað
verða vildi:
„Drottinn, hvað ertu að gera?“
Á slíkum stundum gefst ekkert svar.
En það er mannssálinni til lofs að
henni verður þessi þögn ekki til á-
steytingar frammi fyrir guði, heldur
fær hún skynjað hátign hins óskiljan-
lega, og verður að meiri. Fyrir eyrum
hans suðaði bænakvakið og særinga-
þulur hinna kaldeísku kvenna og am-
bátta, er reyndu að teygja máttug og
óskiljanleg rögn til umbunar mönn-
unum. En aldrei skildi Jakob betur en
á þeirri stundu heimsku þessa, aldrei
hafði honum verið eins ljóst og nú
hvers vegna Abraham hafði tekið sig
upp frá llr. Voðasýnum brá fyrir
augu hans, er hann leit framan í á-
sjónu skelfingarinnar, og þó ekki
laust við að hann kenndi afls við sýn-
ina. ígrundanir hans um hin guðdóm-
legu rök höfðu jafnan skilið eftir
nokkurn áhyggjusvip á andliti hans
og það var sem skelfingar þessarar
nætur hefðu komið guðshugmyndum
hans til nokkurs þroska, sem í sumum
efnum var í ætt við þjáningar Rakel-
ar. Það var raunar í fyllsta samræmi
við þá ást, er hún hafði til hans borið,
að Jakob, bóndi hennar, fengi ávaxt-
að pund anda síns í dauða hennar.
Barnið kom í heiminn að aflíðandi
óttu, er lýsa tók af árroða nýs dags.
Kerlingin varð að beita afli er hún
dró hann út úr þessu vesæla móður-
61