Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 90
Umsagnir um bækur
Þórbergur Þórðarson:
Sálmurinn um blómið I.—II.
Helgafell. Reykjavík 1954—55.
öfundi þessa verks er mikið í mun að
fullvissa lesandann um það, að hann
sé ekki að skrifa skáldsögu. Að þessu víkur
hann æ ofan í æ, svo að maður er jafnvel
orðinn leiður á því að lokum. Allt um það
hefur meistaranum að þessu sinni orðið það
á að skrifa skáldsögu upp á hér um bil hálft
sjötta hundrað þéttprentaðar blaðsíður —
sögu „um líf lítillar manneskju í þessum
háskalega heimi“. — Ég heyri áköf mótmæli
hans gegn slíkri staðhæfingu: — Nei, nei,
alls ekki skáldsögu, heldur SANNA sögu.
— Mikið rétt, meistari góður, en skáldsaga
þarf ekki endilega að vera tilbúningur eða
heilaspuni. Skáldsaga getur verið allra bóka
sönnust — já, gildi hennar er meira að segja
að mestu leyti undir því komið, hversu sönn
hún er í sögulegum og mannlegum skiln-
ingi. Vissulega er Sálmurinn um blómið af
hinni gildari tegund skáldsagna. Hitt er svo
annað mál, að hún er harla frábrugðin hin-
um venjulegu dúsín-skáldsögum síðari tíma,
og er það síður en svo sagt henni til lasts.
Það skal fúslega játað, að ég var nokkuð
uggandi um að vel tækist að skrifa bók um
efni eins og þetta, ekki sízt ef ætti að skipta
henni niður í tvö bindi. Og sá uggur fór
heldur vaxandi eftir lestur fyrra bindisins.
Það voru ógleymanlegir töfrar yfir frásögn-
inni af kynnum og viðskiptum þeirra
Mömmugöggu og Sobbeggi afa við litlu
manneskjuna meðan hún var „ósköp lítil
sér“. Myndu þeir töfrar ekki fara forgörð-
um að meira eða minna leyti eftir því sem
hún kæmist á legg? Það sýnir sig nú, að
þessi uggur var ástæðulaus. Meistaranum
hefur ekki brugðizt bogalistin frekar en
fyrri daginn. Lífsspekingurinn, fræðarinn,
húmoristinn — allir njóta þeir sín eftir því
betur sem litla manneskjan þroskast og
vitkast. Aldrei hefur Þórbergur Þórðarson
sýnt það greinilegar en í þessu verki, hví-
líkur galdrameistari hann er um frásagnar-
list og stíl. Slíka bók var ekki á færi nokk-
urs íslendings að skrifa annars en hans.
Það kemur æ skýrar í ljós, hversu inni-
lega þessum höfundi tekst að samsama sig
þeim persónum, sem hann er að segja frá.
Meðan hann var að skrifa ævisögu Áma
Þórarinssonar VAR hann séra Ámi. Nú
smýgur hann svo að segja inn í persónu lít-
illar stúlku, hugsar eins og hún, talar eins
og hún, gerir eins og hún. Er það ekki ein-
mitt þessi hæfileiki, sem er dýrasta náðar-
gjöf skáldsins?
Ég hætti mér ekki út í að freista þess að
gefa lesandanum hugmynd um viðburðarás
eða frásagnarsnið þessarar bókar. Hún er of
margslungin og dulvís til þess að slíkt verði
gert i stuttu máli. Og einhvern veginn finnst
80