Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 37
GOMUL GREIN UM GAMLAN VIN vegna þess, hvað hann er mér í minn- ingunni lifandi táknmynd þess ó- brotna almúgamanns, sem kynslóð eftir kynslóð hefur háð sína lífsbar- áttu í þessu kalda landi, berum hönd- um, vanbúinn að klæðum, oft við skorinn skammt. — En þrátt fyrir það lífsglaður sí og æ, reiðubúinn að njóta glaðrar stundar og kasta frá sér áhyggjum og erfiðleikum ef tækifæri gafst, dálítið sjálfumglaður, dálítið þrjózkur, orðhvass og hreinskilinn, háðskur gagnvart tilfinningasemi, seigur í raun, sjaldan ráðalaus og aldrei orðlaus. Foreldrar föður míns voru bláfá- tæk hjón og barnmörg. Seinni hluti síðustu aldar skóp slíku fólki þröngan kost á þessu landi. Getuleysi var ríkj- andi almennt, þjóðin enn að brjótast um í hálfslitnum fjötrum erlendrar kúgunar og einokunar. Félagsleg hjálp óþekkt, utan framfærsla sveitar- innar, sem kostaði þann, er þiggja varð, missi alls álits meðal samborg- aranna og mannréttindin að auki. Það væri ekki ófróðlegt að rifja upp sögu þeirra gömlu hjónanna, aía og ömmu, Jóns Jónssonar og Sigur- bjargar Steingrímsdóttur, en til þess er ekki staður hér. ■— Þó má geta þess að þau munu hafa kynnzt, og senni- lega gifzt, norður í landi, en flytjast þaðan þegar á fyrsta ári hjúskapar síns. Mann getur grunað að sveitar- völdum viðkomandi hrepps, þar nyrðra, hafi ekki með öllu litizt á blik- una, því teflt er á tæpasta vað með flutninginn, um langan og erfiðan fjallveg milli landshluta, Tvídægru. Þótti þá svo í tvísýnu lagt á Tvídægru, að ljósmóðirin var send með í ferða- lagið, — enda hafði amma tekið jóð- sóttina að fyrsta barni sínu, er ferða- fólkið náði efsta bæ byggðar í Borg- arfirði, Fljótstungu. Síðan tekur við þeim allsleysið og fátæktin. hrakningar í vistum og hús- mennskukotum, með sívaxandi barna- hóp. Sum börnin fengu þau að hafa hjá sér, sumum var komið í fóstur til vandalausra. ■—- Og endirinn verður sá, að þau lenda að lokum í þeim hópi blásnauðra íslendinga, sem sveitarfélögin keyptu af höndum sér á seinustu árum aldarinnar sem leið. Ellimóð og slitin eru þau „styrkt“ til Ameríkufarar, og þar, handan mikils hafs, báru þau beinin. Faðir minn er fæddur á Kolsstöð- um, einum þeirra bæja, sem innstir standa við fjöll Hvítársíðu. Þaðan er hann reiddur, þriggja nátta gamall, beina leið til oddvitans, allt á sveitar- enda, 20 til 30 km. veg. Og unga stúlk- an, sem ein síns liðs fór með barnið, hafði það til ráðs, að þeirrar tíðar hætti, er sveinninn gerðist óvær af hungri, að hún kom við á bæ í leið- inni, fékk þar saltkjötsbita, tuggði í dúsu og stakk upp í reifastrangann. Taldi pabbi þetta sér til metnaðar og kvað ekki undarlegt, þó sér þætti feitt saltkjöt mata bezt. — Og oddvitinn 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.