Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 69
HARMKVÆLASONURINN kveðju. Sól var af himni og hnigin í vestur, hulin bláleitum rosabólstrum og stafaði breiðri birtu á hæðadrögin, en borgin, múrum kringd, blikaði hvít. Leir og grjót lauguðust í fölu skini ljósgeislanna, sem brotnuðu í hálfrökkrinu og hjarta Jakobs fylltist stoltri fjálgri kennd guðdómsins. Á hægri hönd að baki hlöðnum görðum úr lausagrjóti risu fjólubláar vínhæð- ir, en á vinstri hönd lágu litlir aldin- garðar innan um stórgrýtið. í fjarska voru fjöllin sveipuð léttri gagnsærri móðu eins og þau vildu bæði láta lit og efni. Mórberjaviður forn og innan- holur hallaðist yfir veginn, studdur hlöðnum steinum. Þegar þau riðu framhjá viðinum hneig Rakel niður af asnanum og féll í óvit. Hríðirnar höfðu þegar byrjað fyr- ir nokkrum stundum, en hún hafði þagað yfir því, vildi ekki valda Jakob áhyggjum eða tefja förina. Nú skullu yfir hana hríðirnar eins og aftakaveð- ur með slíkum tryllingi, að hin veik- burða kona, holuð innan af sínu sterka lífsafkvæmi, féll í ómegin. Hinn háfætti söðulprúði drómed- ari Jakobs lagðist óbeðinn á knén svo að herra hans kæmist af baki. Jakob kvaddi til sín aldraða ambátt, sem kynjuð var frá Gúteu, handan Tígris- fljóts. Hún var kunnáttukona mikil í kvensjúkdómum og hafði um sína daga tekið á móti mörgu baminu í húsi Labans. Hin sjúka kona var bor- in að mórberjaviðinum og lagður undir hana þófi. Hafi kryddið, sem borið var að vitum hennar, ekki vak- ið hana úr ómegin, þá raknaði hún við af kvölunum. Hún lofaði að falla ekki í öngvit aftur. „Ég skal halda mér vakandi og vera dugleg,“ sagði hún og greip andann á lofti, „svo að ég nái því fljótar úr mér og tefji ekki för þína, elsku bóndi minn. Að þetta skyldi nú þurfa að koma yfir mig þegar svo stutt var eft- ir. En það er svona, það ræður enginn sínum vitjunartíma.“ „Þetta gerir ekkert til, dúfan mín,“ svaraði Jakob léttur í máli. Og ósjálf- rátt fór hann með særingarþulu, sem siður var meðal manna í Naharín, er þeir báðu gyðjuna Eu ásjár í neyð sinni: „Þér hafið skapað oss, megi þá brott hverfa krankleiki, keldusótt, kalda og ólán.“ Kerlingin frá Gúteu hafði einnig yfir skyldar bænir um leið og hún festi töfragrip frá sjálfri sér utan um Rakel til viðbótar þeim, sem hún bar fyrir. En þegar hríðirnar byrjuðu á nýjan leik hughreysti hún vesalings Rakel á bjagaðri babý- lonsku: „Láttu huggast, lífsfrjóa, og berðu þig að þrauka þetta af, þótt hann láti illum látum. Þennan son muntu einn- ig eignast, í viðbót við hinn, það sé ég af vizku minni, og muntu fá að sjá hann áður en þér fellur tár af augum, því að hnokkinn er skelfing fjörmik- ilL“ Fjörmikil var hún, lífsveran, sú sem 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.