Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR jag ville in i denna tysta gáta, jag ville öppna detta tunga slutna och leva med som van i hans förflutna. ill. Þetta er biblíusaga, er gerist á fimm dægrum fyrir krossfestinguna og segir ekki einu sinni frá meistaranum sjálfum, heldur hinum fordæmda postula hans, Júdasi Is- kariot, og segir hann frá í fyrstu persónu. Bókin er rúmlega 100 blaðsíður í fremur smáu broti, en mjög vönduð og smekkleg að frágangi, eins og bækur bókaflokksins eru allar. Stíll sögunnar er mjög hnitmiðað- ur og fellur vel að efninu. Setningar eru yf- irleitt stuttar, en inntaksmiklar. Styrkur frásagnarinnar fólginn í því, að hún er hvergi teygð á langinn í því skyni að auka flatarmál verksins. Þess vegna er enginn kafli siigunnar leiðinlegur að lesa, en hún krefst gaumgæfilegs, vakandi lesturs án flausturs, og endurlestur mun hún þola. Sumir kunna ef til vill að ímynda sér, að sú saga sé ekki viðburðarík, sem segir ein- ungis frá fimm dægrum af ævi hins synd- uga Júdasar, en vegna atburða þeirra fimm dægra hefur hann verið fordæmdur af öll- um kristnum mönnum í 1900 ár. Þannig hefur sagan búið að minningu hans og af- hent hana kynslóðunum, sem á eftir komu. En þar sem verki sagnfræðingsins lýkur, hefst skáldið handa. Verksvið þess er að leita atburðanna, sem sagnfræðingurinn gleymdi eða skeytti ekki um, varpa skiln- ingsljósi á alla ævi sögupersónunnar, bar- áttu hennar og kjör, ráða gátu örlaga henn- ar. Að sjálfsögðu fær skáldverk ekki hrund- ið dómi sögunnar, en það getur opnað leið til skilnings, og að skilja er að fyrirgefa. Það mun hafa vakað fyrir höfundi að létta hinni eilífu fordæmingu af herðum eins þeirra manna fortíðarinnar, sem harðastan dóm liafa orðið að þola. Sönnun þess eru einkunnarorð þau, er hann hefur valið sög- unni, en það er þessi vísa eftir Custaf Fröd- ing: Han var sá skygg, sá tyst, sá ödsligt ensam, min sjál blev vek, jag kánde lust at gráta, som var hans gömda sorg för oss gemensam, Ég þykist vita, að ekki verði allir sam- rnála um réttmæti hins nýja skilnings og viðhorfs til Júdasar, sem í sögunni birtist, en ég held, að öllum kristnum mönnum sé hollt að kynnast því. Kristján Bender hefur sent frá sér fyrstu skáldsögu sína. Áður hafa birzt eftir hann tvö smásagnasiifn. Ilann hefur valið sér að byrjendaverki viðfangsefni, sem ekki er stórt, en mjög erfitt og vandasamt, m. a. fyr- ir þá sök hve fjarlægt það er bæði í tíma og rúmi. Þetta vandasama verk hefur tekizt vel. Það er unnið af smekkvísi og vand- virkni og sannar, svo að ekki verður um villzt, að höfundur kann til verka. Þess vegna er ekki óeðlilegt, að lionum sé óskað til hamingju með árangur fyrstu tilraunar, og ekki ósanngjarnt, að mikils verði af hon- um vænzt á rithöfundarbraut. Í.B. Hermann Pálsson: Söngvar frá Suðureyjum Bókaútgáfan Norðri. Akureyri 1955. SUÐUREYjAit og ísland áttu fyrir eina tíð mikla sögu saman. Það var á landnáms- og söguöld Islendinga. Frá Suðureyjum komu margir göfugir landnámsmenn, sumir þaðan kynjaðir, aðrir af norrænum ættum, sem höfðu tekið sér bólfestu í eyjunum um lengri eða skemmri tíma. Meðal þeirra voru menn eins og Helgi magri, Orlygur gamli, Iíelgi bjóla, Jörundur kristni, Auður djúp- úðga, Ketill fíflski. Með þessum mönnum og mörgum fleiri bárust hingað til lands þegar í dögun sögu vorrar kristin áhrif og keltnesk menning, er samlagaðist smám 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.