Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 97
UMSAGNIR UM BÆKUR Bókin skiptist í þrjá hluta. Sá fyrsti heit- ir „Hjá fljótinu ..samnefndur kvæðinu um gleðina, sem tefur tæpa stund, og treg- ann, sem dvelur lengi. Miðhlutinn ber ekki heiti utan tvær og hálfa ljóðlínu eftir Hesse og er kantata um forna ást, sveigur minn- inga, sem neita að láta vísa sér á bug. Loka- kaflinn heitir eftir Sólarljóðum — „Menn sá ek þá ...“ og gefa nokkrar fyrirsagnir hugmynd um efni: Veginn Snorri, Djákn- inn á Myrká, Rilke, Stefán G., Kopemikus. Hannes yrkir í ýmsu formi, rímað, hálf- rímað, órímað, en heldur yfirleitt tryggð við stuðla og höfuðstafi. Sum kvæðin virðast órímuð við fyrstu sýn, og gamaldags les- andi, sem leiðist atómkveðskapur og þess- háttar, brunar yfir þau og finnur ekki púðr- ið. En seztu nú niður, gamli minn, og lestu kvæðið um Jón Austmann, strikaðu undir þessi fáu rímorð, sem kvæðið hefir að bjóða og sennilegt er að þér hafi með öllu sézt yfir við fyrsta lestur — Kili, skili, bili, þili, hyli, gili, og í hendi þér berðu lykilinn að formtöfrum þessa magnaða ljóðs. Ymsum hefir orðið skrafdrjúgt um sam- h'kingar Hannesar, og ekki skal því móti mælt, að þar siglir hann á stundum nokkuð djarft, en hlekkist þó að mínum dómi aldrei á. Hann líkir öldnum þul við fomlega klukku, gamalmennum við úrelt orð í orða- bók, holdsveikikaunum Hallgríms Péturs- sonar við skum, sem brestur utan af full- þroskuðum blóma, og blóminn er list hans, Passíusálmamir. Þetta er langt sótt, segja menn, þetta er vanheilt, þetta er meira en hæpið. Ég efast um það, og eitt er víst: Það er ekki hversdagslegt, ekki þvælt eða tugg- ið. Og þeim til huggunar, sem vilja eitthvað skemmra sótt, skal bent á samlíkinguna í upphafi snilldarkvæðis um Marie Antoinette á leið til aftökustaðarins: Sem úfið haf er þessi mikla þyrping og þama sést á vagninn eins og sker. Ekki eru öll kvæði Hannesar jöfn að gæð- um. Hvaða skálds kvæði em það? En hin beztu þeirra eru listasmíð, að vísu hömmð fremur en rennd, ótrúlega fullgerð af svo ungum manni, og þó — var ekki Keats 26 ára, þegar hann af góðum og gildum ástæð- um hætti að yrkja? Stundum læðist sú hugs- un að lesandanum, að Hannes sói yrkisefn- um, að bók, sem geymir svona mikil og margvísleg viðfangsefni, svona þrotlausan straum hugmynda, ætti eftir guðs og manna lögum að vera miklu stærri, helzt mörg hundruð blaðsíður. Kannske sóar hann yrkisefnum, hann um það; hann tekur þau hvorki frá þér né mér, að minnsta kosti hef- ir hvorki þú né ég notað þau, þó að við sé- um í heiminn borin 20 eða 40 ámm á undan honum. Og hafi hann nú þegar notað öll sín yrkisefni, þá hann um það líka. Það væri þá ekki í eina skiptið í veraldarsögunni, sem fyrsta bók reyndist bezta bók. Annars á þetta ekki að vera hrakspá; Hannes Péturs- son er skálda ólíklegastur til þess að verða uppiskroppa. Þessi hugmyndaauðgi minnir dálítið á Schubert, sem stráði um sig söng- lögum, hvar sem hann fór, ein hugmyndin rak aðra, ekki var einu laginu fyrr lokið en annað knúði á. En lengra nær samanburð- urinn við Schubert ekki. Ef leyfilegt er að nefna ljóðlist Hannesar í sama orðinu og tónlist meistaranna — og því ekki það — þá er augljósastur skyldleikinn við Brahms. Aldrei væmnir eða hversdagslegir, báðir dá- lítið tormeltir og vaxa við hverja nýja áheym. Og einmitt vegna þessa njóta ljóð Hannesar sín betur í bókarheild en á stangli í tímaritum, þar sem þau em lesin fljótt og síðan snúið að öðru efni, sem dreifir áhrif- unum. I bókinni verður hvert og eitt þeirra áll í strangri móðu, sem veltur fram og hríf- ur með sér allan hug þess, sem á vegi henn- ar verður. Freistandi væri að birta nokkur sýnis- hom ljóðanna að lokum, t. d. kvæðið um 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.