Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 90
Umsagnir um bækur Þórbergur Þórðarson: Sálmurinn um blómið I.—II. Helgafell. Reykjavík 1954—55. öfundi þessa verks er mikið í mun að fullvissa lesandann um það, að hann sé ekki að skrifa skáldsögu. Að þessu víkur hann æ ofan í æ, svo að maður er jafnvel orðinn leiður á því að lokum. Allt um það hefur meistaranum að þessu sinni orðið það á að skrifa skáldsögu upp á hér um bil hálft sjötta hundrað þéttprentaðar blaðsíður — sögu „um líf lítillar manneskju í þessum háskalega heimi“. — Ég heyri áköf mótmæli hans gegn slíkri staðhæfingu: — Nei, nei, alls ekki skáldsögu, heldur SANNA sögu. — Mikið rétt, meistari góður, en skáldsaga þarf ekki endilega að vera tilbúningur eða heilaspuni. Skáldsaga getur verið allra bóka sönnust — já, gildi hennar er meira að segja að mestu leyti undir því komið, hversu sönn hún er í sögulegum og mannlegum skiln- ingi. Vissulega er Sálmurinn um blómið af hinni gildari tegund skáldsagna. Hitt er svo annað mál, að hún er harla frábrugðin hin- um venjulegu dúsín-skáldsögum síðari tíma, og er það síður en svo sagt henni til lasts. Það skal fúslega játað, að ég var nokkuð uggandi um að vel tækist að skrifa bók um efni eins og þetta, ekki sízt ef ætti að skipta henni niður í tvö bindi. Og sá uggur fór heldur vaxandi eftir lestur fyrra bindisins. Það voru ógleymanlegir töfrar yfir frásögn- inni af kynnum og viðskiptum þeirra Mömmugöggu og Sobbeggi afa við litlu manneskjuna meðan hún var „ósköp lítil sér“. Myndu þeir töfrar ekki fara forgörð- um að meira eða minna leyti eftir því sem hún kæmist á legg? Það sýnir sig nú, að þessi uggur var ástæðulaus. Meistaranum hefur ekki brugðizt bogalistin frekar en fyrri daginn. Lífsspekingurinn, fræðarinn, húmoristinn — allir njóta þeir sín eftir því betur sem litla manneskjan þroskast og vitkast. Aldrei hefur Þórbergur Þórðarson sýnt það greinilegar en í þessu verki, hví- líkur galdrameistari hann er um frásagnar- list og stíl. Slíka bók var ekki á færi nokk- urs íslendings að skrifa annars en hans. Það kemur æ skýrar í ljós, hversu inni- lega þessum höfundi tekst að samsama sig þeim persónum, sem hann er að segja frá. Meðan hann var að skrifa ævisögu Áma Þórarinssonar VAR hann séra Ámi. Nú smýgur hann svo að segja inn í persónu lít- illar stúlku, hugsar eins og hún, talar eins og hún, gerir eins og hún. Er það ekki ein- mitt þessi hæfileiki, sem er dýrasta náðar- gjöf skáldsins? Ég hætti mér ekki út í að freista þess að gefa lesandanum hugmynd um viðburðarás eða frásagnarsnið þessarar bókar. Hún er of margslungin og dulvís til þess að slíkt verði gert i stuttu máli. Og einhvern veginn finnst 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.