Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 95
UMSAGNIR UM BÆKUR saman hinni norrænu menningararfleifS þjóðarinnar. Við þann samruna myndaðist hin sérstæða íslenzka menning, er varð móðir sagna og ljóða, svo sem frægt er orð- ið. Eins og vænta má hefir menn greint á um það, hversu rík hin keltnesku áhrif hafi verið, og hafa sumir gert þar meira úr, aðrir minna, og skal ekki farið nánara út í það mál hér. Hitt er víst, að Islendingum her nokkur skylda til að vita deili á frændum sínum fyrir vestan liaf. Mætti það verða til þess, að vér skildum betur en áður vmislegt í fari sjálfra vor, hugsunarhætti og menn- ingu. Hið forna samband milli Suðureyja og íslands rofnaði skjótt, og nú á dögum vitum vér harla fátt urn frændur vora, er byggja eyjar þær fyrir vestan Skotland, sem útlend- ir menn kalla Hebrideseyjar, en vér köllum Suðureyjar. Velkomin ætti því að vera bók sú, er að ofan getur, Söngvar frá Suifureyj- um eftir Ilermann Pálsson lektor í Edin- horg. Hefir hann einn íslenzkra manna lagt stund á keltnesk fræði og lokið háskóla- prófi í þeim að loknu námi í íslenzkum fræðum. Hann hefir því fágæt skilyrði til að rita um keltnesk efni með tilliti til fslands að fomu og nýju. I bók þessari, sem er 127 bls. að stærð, drepur höfundur nokkuð á sögu eyjanna, einkum í fornöld, dregur fram dæmi um ránskap og yfirgang víkinga og stjóm Norð- manna í eyjunum, bendir á tengslin við ís- land. Helztu minjar norrænna manna nú á dögum þar vestra eru örnefni og mannanöfn. Þrjú fjöll í Suðureyjum bera heitið Hekla, þótt ekki séu þau lík nöfnu þeirra á íslandi. Þar em og nöfnin Esjufjall og Kjós, og er skammt á milli þeirra eins og hér. Af síðari tíma sögu Suðureyja er merkast að telja frá- sögn höfundar af viðskiptum leiguliða og þurrabúðarmanna við landeigendur um 1880—1890, er hinir síðarnefndu hugðust bola fólkinu burtu, en setja sauðfé í stað- inn. Var þá fjöldi fólks neyddur til að flýja land. Kunna margir enn í dag sögur af hetjulegri framkomu einstakra manna og ekki síður kvenna í baráttunni við ríka yfirgangsseggi og embættismenn stjómar- innar, er kúga átti alþýðuna til hlýðni. Fyrir skömmu hefir svo brezka stjórnin tekið þá ákvörðun að eyjaskeggjum algerlega for- spurðum að nota eina af fegurstu eyjunum til heræfinga og kjamorkusprenginga. Hefir þetta mál vakið mikla andúð og mótmæla- öldu, ekki aðeins í Suðureyjum sjálfum, heldur um gjörvallt Skotland. Mótmæli þeirra eru injög á sömu rökum byggð sem mótmæli þjóðrækinna og framsýnna íslend- inga gegn hernaðarbrambolti erlends stór- veldis hér á landi. En aðalefni bókarinnar er ljóð og þjóð- sögur frá Suðureyjum, en í bókmenntum eyjaskeggja þykir höfundi mest til þeirra greina koma. Hann segir nokkrar skemmti- legar þjóðsögur, svo sem af því, hvemig söngurinn varð til í Suðureyjum, af því, þegar Suðureyingar ætluðu að læra að brugga bjór úr lyngi, og af galdramannin- um Mikjáli, sem fór á fund páfa til þess að fá skorið úr því, hvenær langafasta hæfist. Tíðræddast verður þó höfundi um söngva og ljóð Suðureyinga. Eiga þeir mikið af þjóð- lögum og fjölda þjóðkvæða, sem alþýða manna söng við dagleg störf og ýmis tæki- færi. Era það flest tregablandnir söngvar, sem benda á erfið lífskjör þjóðarinnar á liðnum tímum. Birtir höfundur marga siingva í íslenzkri þýðingu. Segir hann sjálf- ur, að söngvarnir séu ekki nema svipur hjá sjón, þegar þeir séu bornir saman við frum- kvæðin, sem ort eru á gelísku, þeirri írsku mállýzku, sem töluð er í Suðureyjum. Segir höfundur, að frumhættir söngvanna séu furðu dýrir, svo að ógerlegt sé að halda þeim á íslenzku. (Við það vil ég gera þá at- hugasemd, að dýrir megi þeir hættir vera, ef þeir eru dýrari en margt það, sem kveðið hefir verið á íslenzku). Höfundur þýðir því 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.