Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 67
HARMKVÆLASONURINN hann legði í hið venjubundna sérstak- lega sterkar og jafnvel fráviknar meiningar. Hann sagði þeim til að mynda frá því, að hornin á hinum fjórum áttum blótstallsins, væru ekki horn mánans, hvað þá heldur nauts- horn þess guðs Mardugs; þetta væru hrútshorn. Undruðust þeir þetta mjög og varð tíðrætt um. Þegar hann ákall- aði Drottin, Adonai, héldu þeir um stund, að hér væri ræða um hinn Fagra, Sundurtætta og Upprisna, en urðu brátt að láta sannfærast um, að átt væri við einhvern annan. Ekki námu þeir nafnið El. í ljós kom, að þeim skjátlaðist, er þeir héldu hann héti Israel. Það var hins vegar nafn komumanns, Jakobs. Fyrst var það nafn á sjálfum honum, í annan stað nafn á öllum þeim, er höfðu hann að goða, og því komst sú saga á kreik um stund, að hann væri sjálfur guð hrúts- hornanna, eða þættist vera svo, en síðar var það leiðrétt. Ekki varð neitt líkan gert af guði þessum, að vísu átti hann sér líkama, en enga likams- mynd; hann var eldur og ský. Létu sumir sér það vel líka, en öðrum var þetta þyrnir í augum. En öllum var einsætt, að útlendingur þessi, Jakob, hafði helgi mikla á guði sínum, þótt greina mætti í gáfulegum og hátíðleg- um andlitssvip hans nokkra áhyggju, jafnvel hryggð. Hann var hinn tígu- legasti ásýndum, er hann skar kiðl- inginn á hörgi sínum og lét honum blæða út, og rauð blóði þessi horn, sem voru ekki mánahorn. Víni og olíu var hellt ómælt við fótskör hins Ó- þekkta og brauð framreitt — blót- maður þessi hlaut að vera maður auð- ugur, og fyrir þá sök vann hann hylli margra, og svo guð hans. Hann brenndi til fórnar beztu bita kiðlings- ings og ilmuðu þeir ljúflega af sa- mími og besamími, en það sem af gekk kjötinu lét hann sjóða og mat- búa; en nokkrir borgarbúar gerðu þá heyrin kunnugt, að frá þessari stundu myndu þeir blóta guð þenna, ísrael, raunar svo, að þeir héldi áfram dýrk- un innborinna guða, og var það hvorttveggja, að borgarbúar vildu gjarnan sitja blótveizlur og þótti mik- ið koma til hins stórbrotna langtað- komna ferðamanns. Meðan þessu fór fram og kunnleikar hófust með borg- arbúum og Jakob, hafði þeim orðið starsýnt á hinn undurfríða son hans, yngsta soninn, er nefndur var Jósef. Þeir kysstu á fingurgóma sína hverju sinni er þeir sáu hann, hófu hendur til himins, signdu augu sín og ætluðu að veltast um af hlátri, er hann með töfr- andi ósvifni kvaðst vera eftirlætisgoð foreldra sinna, og þakkaði þetta þokka sínum, andlegum og líkamleg- um. Þeir höfðu gaman af glettnislegu stærilæti sveinsins og nutu þessa með því uppeldislega ábyrgðarleysi, er við jafnan sýnum börnum annarra. Þegar degi tók að halla fór Jakob oft einförum og varði tímanum til íhugunar, bjó sig undir opinberunar- 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.