Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 59
S.TÖTUGASTA OG FIMMTA ÁRTÍÐ DOSTOJEFSKÍS
Dostojefskí á unga aldri.
forsvarsmaður ríkjandi skipulags
undir krossfána kirkjunnar.
En þá rís skyndilega fyrir framan
hann ókleifur fangelsisveggur: Keis-
araveldið. Hann er hnepptur í fjötra
sem glæpamaður, leiddur fram á opið
torg til lífláts, gefið líf fyrir „náð“
keisarans, hlekkjaður við morðingja,
brennuvarga og nauðgunarmenn
austur í Síberíu og kviksettur þar
eystra í tíu ár. Allt er tekið frá honum
nema eitt: Biblían. Það eru uppeldis-
aðferðir föður hans í nýjum búningi,
bara þúsundfalt strangari og grimm-
úðugri. Það eitt að halda lífi og
óskertum vitsmunum er afrek. En það
kostar knébeygingu fyrir valdinu,
auðmýkt hjartans, hugarfar píslar-
vottsins. Hann verður að læra að taka
þjáningunum eins og dýrmætri gjöf,
annars sliga þær hann. Og Kristur
verður fordæmi hans.
Hann hungrar og þyrstir eftir rétt-
læti, mannúð, kærleika, en finnur það
hvergi nema hjá þjáningarbræðrum
sínum. Þegar hann verður var við
óspillt hjartalag bak við hrjúfan skráp
fanganna orkar það á hann eins og
opinberun og fyrirheit um nýjan og
betri heim. Alþýða Rússlands verður
honum ímynd þeirra krossfara Krists
sem í fyllingu tímans muni bjarga
heiminum frá spillingu efnishyggj-
unnar. Gegn keisaraveldinu og þeim
óbærilegu þjáningum sem það hefur
lagt á herðar hans, hefur hann ekki
öðru að tefla: Kærleikurinn á að
sigra grimmdina!
Þetta verður skiljanlegra þegar
höfð er í huga sérstaða Rússlands á
þeim tíma. Hinar róttæku þjóðfélags-
kenningar sem borizt höfðu frá Vest-
ur-Evrópu höfðu enn ekki náð fótfestu
og ekkert virtist benda til að þær yrðu
bjargráð rússneskrar alþýðu. Hins-
vegar höfðu þær steypt Dostojefskí í
ógæfu áður en honum gafst ráðrúm
til að kynnast þeim til hlítar. í tíu ár
er hann einangraður frá umheimin-
um. Eini andlegi félagi hans er tæp-
lega tvö þúsund ára gömul bók: Nýja
testamentið. Og svo nokkrir ólæsir
glæpamenn. Allt stuðlar að því að
móta lífsskoðun hans í það form sem
hún fær. Örlög hans eru grátbrosleg:
TÍMAHIT MÁLS OC MENNINCAR
49
4