Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ég trúi á frelsið. Slík er stjórnmálaskoðun mín. Ég er með mönnunum. Slíkt er eðli mitt. Og ég þykist ekki vera neinn einka- vinur jöðurlandsins. Þjóðernisrembingur leiðir til liitlerisma. Sumir blaðamannanna virtust áfram um að létta Mac Granery störfin, en þegar slík- um spurningum var lokið, höfðu aðrir blaðamenn hug á að spyrja Chaph'n um list hans: Ég hœtti ekki að gera kvikmyndir fyrr en ég dey. Eg trúi ekki á tæknina, á mynda- tókuvélar sem hringsóla kringum eyru og nef stjarnanna. Ég trúi á látbragðið og ég trúi á stílinn. Sumir segja að ég sé úreltur, aðrir að ég sé nýtízkulegur. Hverju á mað- ur að trúa? Síðan dimmdi yfir honum, og hann hélt áfram: Ég er uggandi um framtíð okkar. Heim- ur okkar er ekki lengur svið hinna miklu listamanna. Þetta er órólegur og beiskur heimur, hrjáður og tröllriðinn af stjórnmál- um. Hann lét teyma sig upp á þilfarið út í bjart septembersólskinið. Þar voru enn teknar myndir af honum, konu hans og bömum: Geraldine 8 ára, Michael 6% árs, Josephine 3% árs, Victoria eins árs. Sú síðasttalda var í fanginu á móður sinni, enda ekki vel traust á fótunum. „Queen Elisabeth" kom til Southampton undir kvöld. Þar biðu enn fleiri blaðamenn en í Cherbourg. Sumum þeirra gafst kostur á því að dveljast um stund með Chaplín. Hann lék á slaghörpu, söng, stældi fiðlu- snillinginn Jascha Heifetz og lék aftur gamla brauðhnúðadansinn sinn fræga á töfrandi hátt. Fyrst var hann spurður um Lundúni og gömlu ættjörðina, en því næst var vikið að fyrirætlunum hans í kvikmyndagerð. Þá sagði hann þeim myndasögu og lék hana fyrir þá, en greip á milli í slaghörpuna; hann sagðist vera að hugsa um þessa sögu: Maður er sloppinn úr þrœlabúðum naz- ista, en hann hefur misst minnið og kemur varla upp nokkru hljóði. Hann kemur til A'ew York. Utlendingaejtirlitið spyr hann spjörunum úr. Hann er m. a. spurður: Ætl- ið þér að steypa stjórn Bandaríkjanna af stóli? Eruð þér hingað kominn til að myrða forsetann? Hann getur engu svarað nema angistarópi því sem er mál hans eftir að hann slapp úr dauðabúðunum. Hefur Charies Chaplín í raun og veru hugsað sér að gera mynd með slíkri at- burðarás? Eða var þetta aðeins lærdóms- rík dæmisaga sem hann samdi handa blaða- mönnunum? Orlögin sem hann lýsti voru allavegana þau sömu og í Einræðisherran- um: eitt af fórnarlömbum styrjaldarinnar var allt í einu kominn heim til sín eftir margra ára minnisleysi, en á meðan hafa fasistar komizt til valda. Næsta morgun beið mikill manngrúi eft- ir Chaplín-fjölskyldunni við Waterloo-stöð- ina í Lundúnum. „Aldrei hafði mér dottið þetta í hug,“ sagði hann við konu sína. Honum hafði ekki til hugar komið að eftir alla þessa fjarveru myndu jafn margir Eng- lendingar taka á móti honum 1952 og þeg- ar hann kom í fyrri skiptin, 1921 og 1931. Þessi tryggð almennings snart hann svo að honurn vöknaði um augu. Konungshjón Cockneyjanna komu æfintýralega klædd, alþakin skelplötuhnöppum, og réttu honum „vináttubjór" og geysistóran blómvönd með áletruninni „Velkominn, Charlie!" Mannfjöldinn hrópaði: „Velkominn heim til föðurlandsins! Seztu að hjá okkur! Heima er bezt!“ Það leið langur tími þar til vagninn gat þumlungað sig gegnum þennan fagnandi manngrúa. 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.