Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 111
UMSAGNIR UM BÆKUR þeirra hvorki nógu myrk né kröftug til að maður vænti þess að finna leyndan galdur undir yfirborði þeirra. — Það hefur verið sagt að kvæði hætti að vera kvæði, týni töfrum sínum, ef það geymi enga dul, sé opið og öndvert strax við fyrstu sýn. Það kann að vera rétt, en hitt er jafnóvænlegt langlífi kvæða, ef þau eru gerð að huliðs- hjúp um ekki neitt. Þegar litið er í heild yfir ljóðmyndir þessara 13 kvæða, bera þær vott um fágað- an og mjúkofinn tón, líkan þeim, sem við finnum í málverkum Sverris Haraldssonar, og hefði verið gaman að sjá kverið skreytt af honum. Það sem ég sakna í þessum kvæðum eru átök, eldur, ég vil heyra snarka í glóðunum undir þeirri deiglu sem heimurinn, við öll, erum nú í. Það er eins og ekkert hafi gerzt í aldarfjórðung. -— I byggingu kvæðanna finnst mér stundum ekki nógu miklar andstæður, þau vera of samlit, ljóðmyndirnar of einhæfar sumar hverjar, t. d. kemur orðið hvítur (eða af- brigði af því) fyrir í meira en öðru hverju kvæði, auga er notað í 4 fyrstu kvæðunum, jrjó, mold, jörð og önnur tákn þess frum- ræna og upprunalega eru einkennandi fyrir ljóðin, þótt ekki takist alltaf að færa með þeim ilm þess lífs, sem maður finnur í vit- um sér úr plægðum akri eftir regnskúr í maf. Og hvernig hefur þá tekizt í þessum kvæðum að reiða fram frelsisþrána, ástina á fegurðinni, ástina á manninum, lotning- una fyrir lífinu? Ef til vill ekki sem skyldi, ekki vegna þess að E. B. eigi ekki þá dýru strengi í brjóstinu, svo sannarlega veit ég, að hann á þá, heldur vegna hins að sláttur hans hefur daprazt um stund af brigðum þeirra vona, sem hann bar um nýjan og fegurri heim. Kvæðin fá ekki leynt því, að hann er í leit að staðfestingu og réttlæt- ingu þess trausts, sem hann vill geta borið til mannsins og lífsins og af sömu sökum er hann enn í leit að ljóðformi er hæfi þeirri trú. Þessi 13 kvæði E. B. held ég séu þátta- skil í syrpu hans, aðeins forleikur þess, er hann gengur „af nýju í leikinn" til að: gera fley úr liljublaði hlaða rúm þess trú og vonum ýta fari voru úr sandi sjá það borið óskavindi alls sem er og lifað hefur móti deginum er kemur þegar stjarnan rauða kviknar og vér göngum sigurglaðir veginn fram í vöku bræður. Rögnvaldur Finnbogason. Lú Hsun: Mannabörn Fimm sögur. Halldór Stefánsson sneri úr ensku. Heimskringla, MCMLVII. rauninni er það bókmenntaviðburður, að út skuli vera komin á íslenzku „Sjálf sagan af Ah Q“ ásamt fjórum öðrum sögum snillingsins Lú Hsuns. Þessi yfirlætislausa litla bók opnar íslenzkum lesendum nýjan heim; fjarlægt umhverfi, ævafornt menn- ingarþjóðfélag á niðurlægingartíma þess, og þó framar öllu öðru: kreddubundinn hugsunarhátt kínverskan, sem engu að síð- ur er í meginatriðum sameiginlegur öllu mannkyni, hvar á jörðu sem er. Við lestur þessarar bókar finnum við betur en nokkru sinni, hve mikils við höfum hingað til farið á mis, þar sem eru kínverskar bókmenntir að fomu og nýju. Því að heita má, að ekk- ert hafi fram til þessa verið þýtt af þeim á íslenzku, utan „Bókin um Veginn“, fáein ævintýri og reytingur af ljóðum. Varla þarf að taka það fram, að þær fimm sögur, sem hér um ræðir, em hver annarri betri og skemmtilegar aflestrar. Höfundur þeirra 301
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.