Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 12
EF BORN VÆRU AÐ LEIKA SER ...
allt frá íhaldsmönnum til kommún-
ista, megum halda áfram að lifa, við
sjálfir þangað til við deyjum, hver
með sínum hætti, og þó upp á gamlan
máta, svo sem lengstum hefur dáið
verið á íslandi, en ekki allir í senn
fyrir tilstilli hinnar stóru sprengju, og
síðan börn okkar, að þau megi halda
áfram að lifa og vera Islendingar, og
síðan þeirra börn og þeirra börn, kyn-
slóð af kynslóð, eins og við, börn for-
eldra okkar, og foreldrar okkar, börn
afa okkar og ömmu, kynslóð af kyn-
slóð, straumur lífsins aftan úr eld-
fornum tímum og áfram til nýrra
tíma, friðsöm íslenzk þjóð, frjáls í
landi sínu.
Og svarið við spurningunni er sem
sagt þetta: Okkur getur ekki verið
nein vernd í vopnum, en okkur getur
orðið vernd í öðru, og það er vopn-
leysi. Þessvegna eigum við að losa
okkur við herinn og lýsa yfir algjöru
hlutleysi í átökum stórveldanna, þess-
ara tröllvöxnu hálfvita, sem skáldið
nefndi svo. Þetta, og ekkert annað
gæti tryggt okkur líf, ef til styrjaldar
kæmi, okkur sjálfum og börnum okk-
ar.
Já, börnum okkar. Þetta er sem sé
spurningin um glókollana í sandkass-
anum, hvað verður um þá? Og ekki
aðeins okkar glókolla, heldur einnig
glókollana í sandkössunum þar vestur
í New York og Chicago, og þar suður
í London og París, og þar austur í
Moskvu og Kænugarði. Einnig þeim
gæti orðið vernd í okkar vopnleysi,
hlutleysi okkar gæti einnig bægt frá
þeim háskanum af kjarnorkubruna.
Og hvernig þá það?
Við erum að vísu ekki nema ein ]it-
il þúfa á hinu víðáttumikla og ærið
óslétta mannkynstúni. En við eigum
lika gamalt og gott máltæki sem segir,
að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Já, því skyldi það ekki einnig vera á
valdi lítillar þúfu að velta hinu þunga
hlassi styrjaldaróttans af mannkyn-
inu? Það hlýtur að minnsta kosti að
vera skylda okkar gagnvart mannkyn-
inu að reyna til þrautar hvert vald við
kunnum þar að hafa til góðs. Okkur
ber að koma fram sem fyrirmynd öðr-
um þjóðum í vopnleysi okkar og skil-
yrðislausri fordæmingu á styrjöldum
sem leið til lausnar á deilum stórveld-
anna. Okkur ber í hvívetna að koma
fram sem friðflytjendur, boðendur
skilnings og umburðarlyndis í sam-
skiptum þjóða. Okkur ber að gera allt
sem í okkar valdi stendur til að stór-
veldin hætti að veifa þessum and-
styggilegu sprengjum sínum hvert
framan í annað. Og þetta ber okkur
að gera, ekki aðeins til að forða okk-
ar eigin glókollum, heldur og glókoll-
unum þeirra, frá því að verða kjarn-
orkubruna að bráð.
202