Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Qupperneq 73
ÞORF GREINARGERÐ
skarð hæfileikanna með ótemjuhætti.
Jesenín var umkringdur hóp ungra
flysjunga. Og sviplausar óraunsannar
sögur birtust í hundraðatali í Kras-
naja níva.
Mig furðar á léttúð þeirri sem ein-
kennir dóma fólks um merkileg
menningarmál eftir fyrirsögn tízk-
unnar. í sumar heyrði ég sovézkan
gagnrýnanda fella rangláta dóma um
liðna bókmenntastarfsemi okkar;
honum hafði skyndilega opinberazt
að þær hefðu ekki verið neitt neitt og
að við yrðum að byrja á byrjuninni
að nýju. Nokkrir mánuðir liðu. Er-
lendar fréttir dökknuðu í blöðunum.
Þá stóð annar gagnrýnandi upp og
hrópaði: „Allt var áður gott í sovézk-
um bókmenntum, en nú er allt
skyndilega orðið umbreytt.“
Ég er ekki að ýkja neitt. Ég las
fyrir skömmu langa grein í Literatúr-
naja gazeta eftir gagnrýnandann Zel-
ínskí um Dag í Ijóðurn (Den’ poezíí),
ágæta sýnisbók ljóðlistar sem allir
ljóðaunnendur fögnuðu stórlega. Zel-
ínskí segir, og meira að segja með
skáletri, að í bók þessari „skynji
hann samtímann illa“. Hann segir að
ljóðin í bókinni sýni „ákveðnar til-
hneigingar til lýsandi ljóðrænu og
ljóðrænu yfirleitt.“ Þó verður sovézk
menning, bæði fyrr og nú, og sovézk-
ar bókmenntir allra sízt, ekki greind
frá tilfinningu fyrir samtímanum.
Það er ástæðulaust að æsast upp eða
þeytast úr einum öfgunum í aðrar.
Horfur oq túlkun
Við skulum snúa okkur aftur að
spurningunni um sósíaliska raun-
hyggju. Það er rangt hjá Teplic að
líta á hana sem listastefnu. Hún er
lífsskoðun og hún getur varpað ljósi
á hugsanagang listamanns, en hún
má ekki hindra fjölbreytni í lista-
stefnum, tegundum né formum.
Við verðum að kunna að greina
milli sósíaliskrar raunhyggju og mis-
beitingu hugtaksins. Ef gagnrýnandi
vildi áður gera lítið úr landslags-
myndum Sarjans eða stillumyndum
Kontsjalovskís, sagði hann að slíkar
myndir væru andstæðar sósíaliskri
raunhyggju, og hann skipaði þeim á
bekk með olíuskrautverkum sem
sýndu hvorki sósíaliskan skilning né
raunhyggju. Við höfum séð hið sama
í greinum og bókmenntum, og sumir
gagnrýnendur áttu sér aðeins tvö
mið: ef einhver bók hafði hlotið
verðlaun, þá kölluðu þeir hana meist-
araverk sósíaliskrar raunhyggju, og
ef einhver bók fékk ekki slík verð-
laun, meðhöndluðu þeir hana sem
glæpsamlega og sökuðu höfundinn
að hafa brotið hverja reglu sósíal-
islcrar raunhyggju.
Þetta sýnir ekki að lífsskoðunin sé
röng, heldur að túlkunin er kreddu-
bundin og jafnvel skrifstofubundin.
Lífsskoðun manns hefur aldrei sett
því takmörk hvað málað væri né
hvaða listaaðferðum beitt er. Fra
Angelico, Ucello og Masaccio, voru
263