Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 107
íslenzkar bókmenntir erlendis TT’ ins og kunnugt er orðið af fréttum dag- ^ blaðanna kom Þorpið eftir Jón úr Vör út á sænsku í vor leið í þýðingu frú Ariane Wahlgren. Fjöldi ritdóma um bókina hef- ur þegar birzt í sænskum blöðum og tíma- riturn; eru þeir allir mjög lofsamlegir bæði fyrir höfund og þýðanda, efni bókarinnar er rakið allýtarlega og vitnað í kvæðin. Upplýsingar um höfundinn sækja ritdóm- arar í bókmenntasögu Kristins E. Andrés- sonar sem út kom í Svíþjóð fyrir tveimur árum í þýðingu Rannveigar og Peter Hall- bergs; telja sumir þeirra ekki vanzalaust hve ókunnugir sænskir lesendur séu ís- lenzkum nútímabókmenntum, þeir þekki varla önnur nöfn en Laxness og Gunnar Gunnarsson; hvetja þeir mjög til að úr verði bætt með aukinni kynningu íslenzkra bókmennta. Hér verða nú birtar nokkrar glefsur úr ritdómum. Ljóðskáldið Johannes Edfelt ritar í Dag- ens Nyheter, stærsta blað Svíþjóðar: „Með fáum áhrifamiklum dráttum vekur höfund- ur til lífs endurminningarnar um fátækt bernskuáranna í skjóli fósturforeldranna í húsinu við rætur fjallsins ... Hin glögga sjón er meginstyrkur Jóns úr Vör ... Hann lýsir uppboði á eignum fátæklinganna, verkamönnunum sem strita við þunga kola- vagnana, vinnunni á fiskreitunum, sjó- mönnunum undir hvalbak og í erlendri höfn ... Hver myndin tekur við af annarri í þessum ljóðaflokki, allar einfaldar en skýrar ...“ Lokaorð Edfelts eru þessi: „Þeim tíma er ekki á glæ kastað, sem varið er til að lesa ljóðaflokk Jóns úr Vör. Mað- ur er þakklátur fyrir þessa fallegu þýðingu, sem kynnir afburðagott íslenzkt skáldrit.“ Ljóðskáldið Stig Carlson skrifar um Þorpið í aðalmálgagn sósíaldemókrata, Morgon-Tidningen, og segir meðal annars: „Tidens förlag á þakkir skildar fyrir útgáfu ljóðabókarinnar „Islandsk kust“ eftir Jón úr Vör. Að því er ég bezt veit er það fyrsta ljóðasafn íslenzks nútímaskálds sem út hef- ur komið á sænsku ... Þessi Ijóðlist hefur fjarrænuleg seiðandi áhrif á sænskan les- anda; í henni kynnumst við veruleika ólík- um þeim sem við eigum að venjast ...“ Viveka Heyman, einhver óbilgjarnasti ritdómari Svía skrifar í Arbetaren undir fyrirsögninni „Minnismerki íslenzkrar ör- birgðar": Þetta er allra einfaldasta gerð ljóðlistar, þar sem öllu ytra tildri er vísað á bug, aðeins leitað óbrotnustu orða og hins eina rétta smáatriðis. Það er öruggur mæli- kvarði á gæði þýðingarinnar, að allt um það orka ljóðin á mann sem ljóð, en ekki viðhafnarmikill uppskrúfaður prósi: það getur ekki stafað af öðru en því, að þýð- andinn hafi náð vel anda frumverksins." Ungt ljóðskáld, Ingvar Orre segir í Stockholms-Tidningen: „Það er til mikils mælzt, að sænskt bókaforlag gefi út heilar erlendar ljóðahækur í sænskri þýðingu. Þó hefur þetta gerzt ... Að þessu sinni er það mjög kostaríkt íslenzkt 1 jóðasafn." I Lantarbetaren birtist mjög lofsamlegur dómur eftir annað ungt skáld, Svante Foer- 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.