Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 107
íslenzkar bókmenntir erlendis
TT’ ins og kunnugt er orðið af fréttum dag-
^ blaðanna kom Þorpið eftir Jón úr Vör
út á sænsku í vor leið í þýðingu frú Ariane
Wahlgren. Fjöldi ritdóma um bókina hef-
ur þegar birzt í sænskum blöðum og tíma-
riturn; eru þeir allir mjög lofsamlegir bæði
fyrir höfund og þýðanda, efni bókarinnar
er rakið allýtarlega og vitnað í kvæðin.
Upplýsingar um höfundinn sækja ritdóm-
arar í bókmenntasögu Kristins E. Andrés-
sonar sem út kom í Svíþjóð fyrir tveimur
árum í þýðingu Rannveigar og Peter Hall-
bergs; telja sumir þeirra ekki vanzalaust
hve ókunnugir sænskir lesendur séu ís-
lenzkum nútímabókmenntum, þeir þekki
varla önnur nöfn en Laxness og Gunnar
Gunnarsson; hvetja þeir mjög til að úr
verði bætt með aukinni kynningu íslenzkra
bókmennta.
Hér verða nú birtar nokkrar glefsur úr
ritdómum.
Ljóðskáldið Johannes Edfelt ritar í Dag-
ens Nyheter, stærsta blað Svíþjóðar: „Með
fáum áhrifamiklum dráttum vekur höfund-
ur til lífs endurminningarnar um fátækt
bernskuáranna í skjóli fósturforeldranna í
húsinu við rætur fjallsins ... Hin glögga
sjón er meginstyrkur Jóns úr Vör ... Hann
lýsir uppboði á eignum fátæklinganna,
verkamönnunum sem strita við þunga kola-
vagnana, vinnunni á fiskreitunum, sjó-
mönnunum undir hvalbak og í erlendri
höfn ... Hver myndin tekur við af annarri
í þessum ljóðaflokki, allar einfaldar en
skýrar ...“ Lokaorð Edfelts eru þessi:
„Þeim tíma er ekki á glæ kastað, sem varið
er til að lesa ljóðaflokk Jóns úr Vör. Mað-
ur er þakklátur fyrir þessa fallegu þýðingu,
sem kynnir afburðagott íslenzkt skáldrit.“
Ljóðskáldið Stig Carlson skrifar um
Þorpið í aðalmálgagn sósíaldemókrata,
Morgon-Tidningen, og segir meðal annars:
„Tidens förlag á þakkir skildar fyrir útgáfu
ljóðabókarinnar „Islandsk kust“ eftir Jón
úr Vör. Að því er ég bezt veit er það fyrsta
ljóðasafn íslenzks nútímaskálds sem út hef-
ur komið á sænsku ... Þessi Ijóðlist hefur
fjarrænuleg seiðandi áhrif á sænskan les-
anda; í henni kynnumst við veruleika ólík-
um þeim sem við eigum að venjast ...“
Viveka Heyman, einhver óbilgjarnasti
ritdómari Svía skrifar í Arbetaren undir
fyrirsögninni „Minnismerki íslenzkrar ör-
birgðar": Þetta er allra einfaldasta gerð
ljóðlistar, þar sem öllu ytra tildri er vísað á
bug, aðeins leitað óbrotnustu orða og hins
eina rétta smáatriðis. Það er öruggur mæli-
kvarði á gæði þýðingarinnar, að allt um
það orka ljóðin á mann sem ljóð, en ekki
viðhafnarmikill uppskrúfaður prósi: það
getur ekki stafað af öðru en því, að þýð-
andinn hafi náð vel anda frumverksins."
Ungt ljóðskáld, Ingvar Orre segir í
Stockholms-Tidningen: „Það er til mikils
mælzt, að sænskt bókaforlag gefi út heilar
erlendar ljóðahækur í sænskri þýðingu. Þó
hefur þetta gerzt ... Að þessu sinni er það
mjög kostaríkt íslenzkt 1 jóðasafn."
I Lantarbetaren birtist mjög lofsamlegur
dómur eftir annað ungt skáld, Svante Foer-
297