Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Qupperneq 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ekki aðeins samtímamenn, heldur
einnig sömu lífsskoðunar, sem við
getum skilgreint sem samruna mið-
aldatrúarhyggju og upprennandi hú-
maniskrar gagnrýni. Hversu ólíkir
eru samt þessir þrír meistarar, hinar
mildu Maríumyndir Angelicos ólíkar
blóðríkum konumyndum Masaccios
eða trylltum hestamönnum Ucellos!
Er Pétur jyrsti eftir Aleksei Tol-
stoj líkur Kjúklja eftir Tynjanov?
Eða er ljóðlist Tvardovsksís lík skáld-
skap Martynovs? Þó eru þau öll verk
sósíaliskrar raunhyggju enn í dag.
Virðing fyrir lesendum
Sumir vestrænir rithöfundar segja
að hlutdrægni sé helzti galli sovézkra
bókmennta. Ég veit ekki hvort þessi
ásökun er frekar sprottin af heimsku
eða hræsni. Hlutdrægni er merki um
ástríðu og ástríða hefur alltaf lifað í
sannri list. Divina Commedia eftir
Dante eða Rautt og svart (Lucien
Leuwen) eftir Stendhal eru ekki að-
eins hlutdrægar, heldur blása þær í
glæður pólitískrar baráttu, og hafa
þó staðizt tímans tönn. Listamaður
sem elskar söguhetjur sínar og er trúr
þeirri hugsjón sem andinn veitti hon-
um, er alltaf hlutdrægur. Orðtakið
„hrein list“ felur einnig í sér sína eig-
in hlutdrægni. Það er ekki hlut-
drægni sem rýrir gildi sumra
sovézkra listaverka, heldur aðeins
kuldi, skortur á innblæstri, vanmat á
mannlegum tilfinningum og lögmál-
um listar.
Dæmisagan er þroskað form bók-
mennta, og dæmisögur flytja vitan-
lega oft siðferðisboðskap. Samt er
ekki unnt að rita smásögur og leikrit
á þann hátt. Þegar svo er, þá sýnir
það lítilsvirðingu á lesandanum, ótta i
við að tilgangur verksins kunni að
fara fram hjá honum.
Dæmisögur höfða meir til barna
en fullorðinna. Margar af bókum
okkar hafa verið ritaðar með þá föstu
sannfæringu að lesendur væru börn.
Að sumu leyti er þetta gagnrýnend-
um að kenna, sem fylgjast ekki með
bókmenntum og — sem er enn verra
— ekki með lífinu heldur.
Sumir gagnrýnendur hafa hinar
barnalegustu hugmyndir um áhrif
skáldskapar. Þeir halda að ef sýnd er
söguhetja sem sé fyrirmyndarþegn
samfélagsins, muni allir líkja eftir
honum, og ef sýndur sé þorpari, þá
muni allir þorpararnir (nema kannski
þeir forhertustu) sjá að sér. Það er
varla eyðandi orðum að þvílíkum
gagnrýnendum. Maður vildi helzt
segja: „Rís upp frá skrifborði þínu,
far út og lif með lifandi fólki. Þú ert
ekki að skrifa fyrir ellefu ára krakka.
Lesendur þínir eru tilfinninganæmt
fullorðið fólk, borgarar þroskaðs
þjóðfélags, sem vinna, deila, þjást og
gleðjast.“
Gagnrýni þessarar tegundar skipt-
ir söguhetjum skáldsagna í tvennt:
264