Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 30
TIMARIT MALS OG MENNINGAR árið 1920. Og um rússnesku þjóðina sagði Wells, að hana skorti alla ný- sköpunarhæfileika, og rökdeilur væri það eina, sem rússneskum mennta- mönnum léti vel. Þá talaði margur af sér. Og þeir hafa lítið lært síðan. Þegar Stalín dó, liéldu margir og vonuðu, að nú væri allt búið með sósíalismann í Rússlandi. Og jafnvel í hvert sinn, sem skipt hefur verið um ráðherra eða herforingi hefur verið hækkaður eða lækkaður í tign, hafa menn spurt, alltaf með kindarsvipinn frá byltingarárunum á andlitinu: „Hvað er nú að gerast í Rússlandi? Eru þeir nú ekki að yfirgefa sósíal- ismann?“ Þegar nazistar gerðu innrásina í Rússland, þótti mörgum alveg víst, að nú mundu Ráðstjórnarríkin loga öll í innanlandsuppreisnum og þjóðir þeirra mundu hrinda af sér oki inn- lendu kúgaranna. Svo fundu menn náttúrlega skýringu á því, að þetta varð ekki: Nazistar komu svo klaufa- lega fram við fólkið. Ef þeir liefðu sýnt svolítið meiri lempni, þá hefði spáin rætzt. Og þegar Krústjoff hafði haldið sína hrollvekjandi ræðu á 20. þingi kommúnistaflokksins, þá sá margur bjarma fyrir fögrum auðvaldsdegi yfir Ráðstjórnarríkjunum. Þessir spádómar hafa allir haft að- eins einn galla, og ef þeir hefðu ekki haft hann, þá hefðu þeir verið góðir spádómar. En gallinn er sá, að enginn þeirra hefur komið fram. Rússar hafa komizt fram úr öllum þessum erfiðleikum og sigrazt á áföll- unum. Með hverri nýrri fimm ára áætlun sækja þeir æ lengra fram til kommúnistískra þjóðfélagshátta, hins stéttlausa þjóðskipulags allsnægta og bræðralags. Iðnaður þessa „frum- stæða bændalýðs“ hefur þrítugfaldazt síðan árið 1913. Þjóðartekjurnar hafa nítjánfaldazt, og meira en þre- faldazt síðan 1940, og á árunum 1960 til 1961 ætla þeir sér að verða búnir að ná Bandaríkjum Norður-Ameríku í framleiðslu landbúnaðarafurða á mann. Og á það mætti kannski drepa sem dæmi um þá leikni, sem þessir „sveitamenn“ eru búnir að ná í tækni, að þeir hafa orðið fyrstir allra þjóða að gera eldflaugar, sem draga megin- landa milli. Þeir hafa ennfremur orð- ið fyrstir allra þjóða að smíða þrýsti- loftsflugvélar, nothæfar til mannflutn- inga. Og á meðan eldflaugar Banda- ríkjanna eru að detta andvana til jarðar hver á fætur annarri, skjóta þeir á loft með vísindalegri nákvæmni tveimur gervihnöttum til vísindarann- sókna úti í himingeimnum. Það afrek hefur orðið svo yfirþyrmandi um heim allan, að óráði hefur slegið á sumt mannfólkið. Bandaríkjamenn heimta alþjóðaráðstefnu um eignar- rétt á tunglinu. Dýraverndunarfélag Bretlands biður um ldjóða bænar- 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.